Umhverfisráðuneyti

978/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 236/1990, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda. sem innihalda slík efni. - Brottfallin

1. gr.

Grein 1.4 fellur niður.

2. gr.

Í inngangi að efnalista, Skýringar, í fylgiskjali 1, Listi yfir eiturefni og hættuleg efni, breytist athugasemd K í 9. dálki, Athugasemdir, og orðast svo:

Ekki er gerð krafa um að flokka efnið sem krabbameinsvaldandi eða stökkbreytivaldandi ef unnt er að sýna fram á að í því sé minna en 0,1% af 1,3-bútadíeni (EINECS-nr. 203-450-8). Ef efnið er ekki flokkað sem krabbameinsvaldandi eða stökkbreytivaldandi skal að minnsta kosti nota varnaðarsetningarnar (2)-9-16.

3. gr.

Eftirtaldar breytingar eru gerðar á fylgiskjali 1, Listi yfir eiturefni og hættuleg efni:

a) Flokkun og merking tiltekinna efna í lista 1 breytist til samræmis við flokkun í I. viðauka við reglugerð þessa.

b) Flokkun og merking tiltekinna olíu- og kolaefna í lista 1a breytist til samræmis við flokkun í II. viðauka við reglugerð þessa.

c) Efni sem birt eru í III. viðauka við reglugerð þessa bætast við lista 1.

d) Efni með raðnúmerin 604-050-00-X, 607-050-00-8, 607-171-00-6 og 613-130-00-3 falla út af lista 1.

e) Færslur þriggja efna, þ.e. efni með raðnúmer 048-002-00-0, 609-006-00-3 og 612-039-00-6, breytast til samræmis við færslur í IV. viðauka við reglugerð þessa, svo úr verða sex færslur, þ.e. 048-002-00-0 og 048-011-00-X, 609-006-00-3 og 609-065-00-5 og 612-039-00-6 og 612-207-00-9.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum um eiturefni og hættuleg efni, nr. 52/1988, með síðari breytingum, og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. nr. 7/1998, með síðari breytingum.

Reglugerðin er sett með hliðsjón af tilskipun 2004/73/EB um breytingu á tilskipun 67/548/EBE, um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna, sem vísað er til í 1. tl. í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2004, þann 4. desember 2004.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

Umhverfisráðuneytinu, 18. október 2005.

F. h. r.

Magnús Jóhannesson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica