Félagsmálaráðuneyti

969/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og greiðslu fæðingarstyrks, nr. 909/2000. - Brottfallin

969/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði
og greiðslu fæðingarstyrks, nr. 909/2000.

1. gr.

Við 14. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi:
Heimilt er að greiða foreldri fæðingarstyrk sem námsmanni þegar foreldri hefur lokið a.m.k. einnar annar námi skv. 1. mgr. og hefur síðan verið samfellt á vinnumarkaði. Skilyrði er að nám og starf hafi verið samfellt í a.m.k. sex mánuði.


2. gr.

Í 1. mgr. 15. gr.:
Í stað "35.037 kr." kemur: 38.015 kr.
Í stað "79.077 kr." kemur: 85.798 kr.


3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 35. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, öðlast þegar gildi.


Félagsmálaráðuneytinu, 20. desember 2001.

Páll Pétursson.
Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica