Fara beint í efnið

Prentað þann 25. apríl 2024

Breytingareglugerð

965/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir nr. 166/2016 með síðari breytingum.

1. gr.

Á eftir 2. málsl. 4. gr. reglugerðarinnar kemur nýr málsliður svohljóðandi: Getraunaleikinn Lengjan beint.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:

  1. 3. málsl. 2. mgr. orðast svo: Leyfilegir leikdagar í getraunaumferð eru gefnir út af Íslenskum getraunum í hverri getraunaviku.
  2. 1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Íslenskar getraunir skulu gefa út tilgreinda kappleiki hverrar getraunaumferðar og töluröð þeirra á leikspjaldi.

3. gr.

11. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leikspjald gildir aldrei sem kvittun en þátttakandi getur notað það aftur ef hann óskar eftir óbreyttum táknum á raðir sínar.

4. gr.

Í stað orðanna "lægri vinningsflokkunum" í c-lið 20. gr. reglugerðarinnar kemur: viðkomandi vinningsflokkum.

5. gr.

2. mgr. 24. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. orðast svo: Íslenskar getraunir tilgreina íþróttakappleiki sem hægt er að giska á og hvenær sölu lýkur fyrir hvern og einn þeirra, þ.e. dagur og tími. Hægt er að tilkynna á heimasíðu Íslenskra getrauna um viðbætur og breytingar frá þessum spilareglum sem gilda um ákveðna leiki. Félagið er hvorki ábyrgt gagnvart prentvillum né tölfræðiupplýsingum sem birtast á heimasíðu eða öðrum miðlum félagsins.
  2. 2. mgr. orðast svo: Ef mismunur er á því sem skráð er á heimasíðu Íslenskra getrauna, á kvittun þátttakanda eða því sem skráð er í aðaltölvu Íslenskrar getspár, ræður skráningin sem er í aðaltölvunni.

7. gr.

26. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Þátttakandi getur valið einn til tíu kappleiki og giskað á hvort þeim ljúki með sigri fyrrnefnda liðsins, jafntefli eða að síðarnefnda liðið sigri. Íslenskar getraunir hafa heimild til að bjóða upp á kerfi á Lengjunni.

8. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 27. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. orðast svo: Félagið gefur út sérstakt leikspjald fyrir Lengjuna. Á leikspjaldinu er röð númera. Einungis er hægt að merkja við eitt getraunatákn fyrir hvert númer sem stendur fyrir hvern kappleik.
  2. Í stað orðsins "seðlinum" í 2. málsl. 2. mgr. kemur: leikspjaldi.

9. gr.

2. mgr. 28. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Vinningsstuðlar þessir eru birtir í sölukerfum Íslenskra getrauna. Þátttakandi getur jafnframt fengið uppgefna vinningsstuðla hjá söluaðila þegar opnað hefur verið fyrir sölu þeirra leikja.

10. gr.

3. mgr. 35. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Að öllu jöfnu er vinningur greiddur út fljótlega eftir að seinasti leikur ágiskunar hefur farið fram. Ef vafi leikur á um úrslit leiks eða úrslit berast seint hefur félagið heimild til að fresta útborgun vinninga.

11. gr.

1. mgr. 36. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Þátttökukvittun má ógilda með því að skila henni aftur til sama söluaðila og seldi hana enda sé það gert sama dag og áður en fyrsti leikur hefst og það tímanlega að unnt sé að ljúka ógildingu á innfærslu hennar fyrir lokun tölvukerfisins þann dag.

12. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 37. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Félaginu er heimilt að starfrækja leik sem nefnist "Lengjan beint".
  2. Í stað orðanna "þessari tegund leiks" í 3. mgr. koma orðin: Lengjan beint.

13. gr.

42. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Vinnings skal vitja innan eins árs frá lokum síðasta leiks ágiskunar, ella fellur niður réttur vinningshafa.

14. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 5. gr. laga um getraunir nr. 59/1972, öðlast þegar gildi.

Dómsmálaráðuneytinu, 12. ágúst 2022.

Jón Gunnarsson.

Haukur Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.