Fara beint í efnið

Prentað þann 19. apríl 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 1. jan. 2022

961/2021

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 650/2021 um skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna COVID-19 í millilandaflugi.

1. gr.

1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Öllum flugrekendum/umráðendum loftfara er skylt að kanna hvort farþegi hafi fullnægt skyldu til forskráningar og hafi tilskilið viðurkennt vottorð um ónæmisaðgerð gegn COVID-19 (SARS-CoV-2), vottorð um að COVID-19 (SARS-CoV-2) sýking sé afstaðin eða vottorð eða staðfestingu á neikvæðri niðurstöðu prófs á COVID-19 (SARS-CoV-2) áður en farið er um borð í loftfar, enda hafi slík skylda verið lögð á farþega á grundvelli sóttvarnalaga, sbr. reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19, eins og hún er á hverjum tíma. Vottorð eða staðfesting á neikvæðri niðurstöðu COVID-19 prófs skal vera kjarnsýrupróf (PCR-próf) sem er ekki eldra en 72 klst. Skyldur flugrekenda/umráðenda loftfara til að kanna hvort farþegi hafi framangreind vottorð eða staðfestingu nær aðeins til þess að staðreyna nafn farþega á vottorði eða staðfestingu og gildis- og útgáfutíma skjals, ef við á, og kanna hvort vottorð eða staðfesting beri með sér yfirbragð þess að vera vottorð eða staðfesting í samræmi við fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í bráðabirgðaákvæði, sbr. 2. mgr. 1. gr., og 145. gr. laga um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum, og tekur gildi frá og með 1. september 2021 kl. 00.00 að alþjóðlegum staðaltíma (UTC) og gildir til 31. desember 2021 kl. 23.59 að alþjóðlegum staðaltíma (UTC).

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 26. ágúst 2021.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.