Leita
Hreinsa Um leit

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

956/2013

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 496/2013 um prófunaraðferðir samkvæmt reglugerð nr. 750/2008 um skráningu, mat, leyfisveitingar og takmarkanir að því er varðar efni („REACH“).

1. gr.

Við 2. gr. bætist einn nýr stafliður; d-liður, sem orðast svo:

d)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 640/2012 frá 6. júlí 2012 um breyt­ingu á reglugerð (EB) nr. 440/2008 þar sem mælt er fyrir um prófunar­aðferðir samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir, að því er varðar efni, í því skyni að laga hana að tækniframförum (efnareglurnar (REACH)) sem vísað er til í tölulið 12zza, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 69/2013 frá 4. maí 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 46 frá 15. ágúst 2013, 2013/EES/46/07, bls. 65-130.2. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 640/2012 frá 6. júlí 2012 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 440/2008 þar sem mælt er fyrir um prófunaraðferðir samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir, að því er varðar efni, í því skyni að laga hana að tækniframförum (efnareglurnar (REACH)).

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í a-lið 1. tölul., d-lið 2. tölul. og 5. tölul. 11. gr., sbr. 22. gr. og 31. gr. efnalaga nr. 61/2013 og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 15. október 2013.

F. h. r.

Stefán Thors.

Sigríður Auður Arnardóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica