Leita
Hreinsa Um leit

Fjármálaráðuneyti

952/2000

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 63/1999, um greiðslu barnabóta. - Brottfallin

952/2000

REGLUGERÐ
um breyting á reglugerð nr. 63/1999, um greiðslu barnabóta.

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Fjárhæð barnabóta.

Barnabætur skulu árlega nema 33.470 kr. með öllum börnum yngri en sjö ára á tekjuárinu.
Til viðbótar barnabótum skv. 1. mgr. skal greiða tekjutengdar barnabætur með hverju barni innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sem árlega skulu nema 113.622 kr. með fyrsta barni en 135.247 kr. með hverju barni umfram eitt. Tekjutengdar barnabætur með börnum einstæðra foreldra skulu vera 189.244 kr. með fyrsta barni, en 194.125 kr. með hverju barni umfram eitt.


2. gr.

4. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Skerðing barnabóta vegna tekna.

Barnabætur samkvæmt 2. mgr. 3. gr. skal skerða í jöfnu hlutfalli við tekjuskattsstofn umfram 1.290.216 kr. hjá hjónum og umfram 645.109 kr. hjá einstæðu foreldri.

Með tekjuskattsstofni í þessu sambandi er átt við tekjur skv. II. kafla laga nr. 75/1981, þó ekki tekjur skv. 3. tölul. C-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981, að teknu tilliti til frádráttar skv. 1., 3., 5. og 6. tölul. A-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 75/1981 og frádráttar skv. 31. gr. laga nr. 75/1981. Skerðingarhlutfallið skal vera 5% með einu barni, 9% með tveimur börnum og 11% með þremur börnum eða fleiri.

Fjárhæð barnabóta skal skerða um þær barnabætur eða hliðstæðar bætur sem framfærandi hefur fengið erlendis frá á sama tekjuári vegna barnsins.


3. gr.

2. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 2002 vegna tekna á árinu 2001 skulu fjárhæðir skv. 3. gr. hækka um 3% og fjárhæðir skv. 1. mgr. 4. gr. hækka um 5%. Þá skal skerðingarhlutfall skv. 4. gr. vera 4% með einu barni, 8% með tveimur börnum og 10% með þremur börnum eða fleiri.

Við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 2003 vegna tekna á árinu 2002 skulu fjárhæðir skv. 3. gr., með áorðnum breytingum skv. 1. mgr., hækka um 2,75% og fjárhæðir skv. 1. mgr. 4. gr., með áorðnum breytingum skv. 1. mgr., hækka um 4%. Þá skal skerðingarhlutfall skv. 4. gr. vera 3% með einu barni, 7% með tveimur börnum og 9% með þremur börnum eða fleiri.


4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í A-lið 69. gr. og 119. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Fjármálaráðuneytinu, 29. desember 2000.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Ólafur Páll Gunnarsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica