Fara beint í efnið

Prentað þann 26. apríl 2024

Breytingareglugerð

951/2022

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 429/2019 um dvöl á sjúkrahóteli.

1. gr.

Við reglugerðina bætist bráðabirgðaákvæði, svohljóðandi:

Til 30. september 2022 er heimilt að greiða styrk vegna útlagðs kostnaðar við gistingar á hóteli, orlofsíbúð, gistiheimili eða heimagistingu, hjá þeim sem hafa til þess leyfi, til einstaklinga sem þurfa heilsu sinnar vegna að dvelja fjarri heimili sínu vegna rannsókna eða meðferða sem veitt er á sjúkrahúsi, skv. 4. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu þar sem ekki er starfrækt sjúkrahótel.

Skilyrði fyrir heimildinni er að aflað sé samþykkis fyrirfram hjá Sjúkratryggingum Íslands og að:

  1. sýnt sé fram á með staðfestingu frá þeim aðilum sem Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við um niðurgreiðslu, að gisting sé ekki í boði tiltekna dagsetningu, eða
  2. herbergi skv. samningum um gistiþjónustu henti ekki einstaklingnum vegna heilsu hans.

Greiddur er styrkur sem nemur 90% af raunkostnaði skv. reikningi, þó að hámarki kr. 25.000 fyrir hvern sólarhring.

Skila skal inn reikningi til Sjúkratrygginga Íslands fyrir gistingu ásamt staðfestingu frá sjúkrahúsinu um veitta meðferð og nauðsynlegan dvalartíma í gistingu.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 8. tölul. 1. mgr. og 6. mgr. 29. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðisráðuneytinu, 15. ágúst 2022.

Willum Þór Þórsson.

Arnar Bergþórsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.