Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

950/2015

Reglugerð um (74.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í II. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvæða sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftir­farandi ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/38 frá 13. janúar 2015 um leyfi fyrir blöndu með Lactobacillus acidophilus CECT 4529 sem fóðuraukefni fyrir varphænur og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1520/2007 (leyfishafi er Centro Sperimentale del Latte). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 81/2015, frá 1. maí 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins, nr. 46, frá 20. ágúst 2015, bls. 689.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/46 frá 14. janúar 2015 um leyfi fyrir díklasúríli sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga, fyrir eldiskalkúna og fyrir perlu­hænsn til eldis og undaneldis (leyfishafi er Huvepharma NV). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 81/2015, frá 1. maí 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 46, frá 20. ágúst 2015, bls. 86.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/47 frá 14. janúar 2015 um leyfi fyrir blöndu með alfaamýlasa, sem er framleiddur með Bacillus licheniformis (DSM 21564), sem fóðuraukefni fyrir mjólkurkýr (leyfishafi er DSM Nutritional Products Ltd, umboðsaðili er DSM Nutritional Products Sp.Z o.o.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 81/2015, frá 1. maí 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 46, frá 20. ágúst 2015, bls. 89.
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/186 frá 6. febrúar 2015 um breytingu á I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/32/EB að því er varðar hámarksgildi fyrir arsen, flúor, blý, kvikasilfur, endósúlfan og fræ af Ambrosia-tegundum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 202/2015, frá 26. september 2015.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/244 frá 16. febrúar 2015 um leyfi fyrir kínólíngulu sem fóðuraukefni fyrir dýr sem gefa ekki af sér afurðir til manneldis. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2015, frá 1. maí 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins, nr. 46, frá 20. ágúst 2015, bls. 692.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/264 frá 18. febrúar 2015 um leyfi fyrir neóhesperidíndíhýdrókalkóni sem fóðuraukefni fyrir sauðfé, fiska, hunda, kálfa og tiltekna flokka svína. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2015, frá 1. maí 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins, nr. 46, frá 20. ágúst 2015, bls. 695.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/489 frá 23. mars 2015 um leyfi fyrir selenmeþíóníni, sem er framleitt með Saccharomyces cerevisiae NCYC R645, sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 176/2015, frá 11. júlí 2015. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 55, frá 17. sept­ember 2015, bls. 532.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/502 frá 24. mars 2015 um leyfi fyrir blöndu með Saccharomyces cerevisiae NCYC R404 sem fóðuraukefni fyrir mjólkur­kýr (handhafi leyfis er Micro Bio-System Ltd). Reglugerðin var felld inn í EES-samn­ing­inn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 176/2015, frá 11. júlí 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 55, frá 17. september 2015, bls. 536.
  9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/518 frá 26. mars 2015 um leyfi fyrir blöndu með Enterococcus faecium NCIMB 10415 sem fóðuraukefni fyrir kjúklinga sem eru aldir til að verða varphænur, aukategundir alifugla til eldis og aukategundir alifugla sem eru aldar til varps og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 361/2011 að því er varðar samrýmanleika við hníslalyf (leyfishafi er DSM Nutritional Products Ltd, fulltrúi er DSM Nutritional products Sp. z o.o). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 176/2015, frá 11. júlí 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 55, frá 17. september 2015, bls. 539.
  10. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/661 frá 28. apríl 2015 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa og endó-1,3(4)-betaglúkanasa, sem eru fram­leiddir með Talaromyces versatilis sp. nov. IMI CC 378536 og Talaromyces versatilis sp. nov. DSM 26702, sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga, kjúklinga sem eru aldir til að verða varp­hænur og aukategundir alifugla til eldis og sem eru aldar til varps (leyfishafi er Adisseo France S.A.S.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 203/2015, frá 26. september 2015. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1334.
  11. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/662 frá 28. apríl 2015 um leyfi fyrir L-karnitíni og L-karnitín L-tartrati sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglu­gerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 203/2015, frá 26. september 2015. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1338.
  12. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/722 frá 5. maí 2015 um leyfi fyrir táríni sem fóðuraukefni fyrir dýr af hundaætt, kattaætt og marðarætt og fisktegundir sem eru kjötætur. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 203/2015, frá 26. september 2015. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1342.
  13. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/723 frá 5. maí 2015 um leyfi fyrir bíótíni sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 203/2015, frá 26. september 2015. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1346.
  14. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/724 frá 5. maí 2015 um leyfi fyrir retínýlasetati, retínýlpalmítati og retínýlprópíónati sem fóðuraukefni fyrir allar dýra­tegundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 203/2015, frá 26. september 2015. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 63, frá 15. október 2015, bls. 1349.

2. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/186 er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

3. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

4. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 12. október 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Eggert Ólafsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica