Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

95/2001

Reglugerð um fyrstu (1.) breytingu á reglugerð um lyfjaauglýsingar nr. 328/1995. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

6. gr., 1. mgr. orðist svo:
Auglýsa má og kynna lyf, sem heimilt er að selja í lausasölu fyrir almenningi, sbr. þó 4. gr.


2. gr.

6. gr., við bætist ný málsgrein, 4. mgr.:
Ráðuneytið getur, að fenginni umsögn Lyfjastofnunar og sóttvarnalækis, heimilað auglýsingar lyfjaframleiðenda um bólusetningaraðgerðir, sem yfirvöld hafa samþykkt, sbr. 14. gr.


3. gr.

24. gr. orðist svo:
Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum og refsingu skv. 42. og 43. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 með síðari breytingum.


4. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 44. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 22. janúar 2001.

Ingibjörg Pálmadóttir.
Davíð Á. Gunnarsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica