Landbúnaðarráðuneyti

946/2000

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 219/1995 um lífræna landbúnaðarframleiðslu. - Brottfallin

946/2000

REGLUGERÐ
um (3.) breytingu á reglugerð nr. 219/1995 um lífræna landbúnaðarframleiðslu.

1. gr.

Við reglugerðina bætast eftirfarandi viðaukar:


VIÐAUKI VI


Heimilt er að nota efni sem talin eru upp í þessum viðauka í lífrænni framleiðslu þó að þau séu ekki framleidd með lífrænni aðferð meðan sambærileg efni sem uppfylla kröfur um lífræna framleiðslu eru ekki fáanleg innan ESB eða löndum utan þess.

1. Óunnar vörur úr jurtaríkinu sem og afurðir sem hlotið hafa viðurkennda meðferð til að draga úr vatnsinnihaldi þeirra.
1.1. Ætir ávextir, hnetur og fræ:
Indíukirsiber (acerola) Malpighia punicifolia
Akörn Quercus spp
Kasúhnetur Anacardium occidentale
Kólahnetur Cola acuminata
Geitasmári Trigonella foenum-graecum
Stikilsber Ribes uva-crispa
Píslaraldin Passiflora edulis
Papæjualdin Carica papaya
Furuhnetur Pinus pinea
Hindber (þurrkuð) Rubus ideum
Rifsber (þurrkuð) Ribes rubrum
1.2. Ætt krydd og kryddjurtir:
Allrahanda Pimenta dioica
Kardimomma Fructus cardamomi (minoris) (malabariensis) Elettaria cardamomum
Kanill Cinnamomum zeylanicum
Negull Syzygium aromaticum
Engifer Zingiber officinale
Piparrótarfræ Armoracia rusticana
Litla galanga Alpinia officinarum
Brunnperla (vatnakarsi) Nasturtium officinale
1.3. Ýmislegt:
Þörungar, þar með talið þang og þari
2. Afurðir úr jurtaríkinu, sem unnar eru með öðrum aðferðum en nefndar eru undir lið 1 en eru viðurkenndar við vinnslu matvæla, nema afurðin falli undir aukefni í matvælum.
2.1. Fituefni og olíur, hreinsaðar eða óhreinsaðar, en sem hefur ekki verið efnafræðilega umbreytt, úr öðrum plöntum en:
Kakótré Theobroma cacao
Kókospálma Cocos nucifera
Ólífutré Olea europaea
Sólfífli Helianthus annuus
2.2. Sykrur; sterkja; aðrar afurðir úr korni og rótar- eða stöngulhnýðum:
Rófusykur
Frúktósi
Hríspappír
Sterkja úr hrísgrjónum og amýlópektínríkum maís (vaxmaís)
2.3. Ýmislegt:
Karrí úr:
– Kóríandra Coriandrum sativum
– Sinnepi Sinapis alba
– Fenniku Foeniculum vulgare
– Engifer Zingiber officinale
Prótín úr ertum Pisum spp
Romm: eingöngu bruggað úr sykurreyrssafa
3. Dýraafurðir:
Vatnalífverur aðrar en eldislífverur
Áfaduft
Gelatín
Hunang
Laktósi
Mysuduft ("herasuola")


VIÐAUKI VII

Lífræn framleiðsla á sveppum.

Við framleiðslu á sveppum má nota rotmassa sem inniheldur eftirfarandi efni:

1. Húsdýra- og alifuglaáburð, húsdýrahland blandað mykju eða taði sem kemur annað hvort frá bújörðum:
a) þar sem lífræn framleiðsla er stunduð
b) eða sambærilegar afurðir frá öðrum búum, en aldrei meira en 25 % af heildarþunga blöndunar fyrir myltun (kompostering), og aðeins meðan framleiðsla skv. a-lið er ekki fáanleg.
2. Aðrar afurðir úr landbúnaði en taldar eru upp hér að ofan og koma frá býlum þar sem lífræn framleiðsla er stunduð.
a) mór sem hefur ekki fengið efnameðferð.
b) trjáviður sem hefur ekki fengið efnameðferð.
c) steinefni, sem talin eru upp í viðauka I, mold og vatn.


Þessar reglur í viðauka VII gilda til 1. desember 2001.


2. gr.
Reglugerð þessi er sett í samræmi við reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2092/91 um lífræna framleiðslu landbúnaðarafurða ásamt síðari breytingum og í samræmi við reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1900/98 og nr. 330/99 og einnig með stoð í lögum nr. 162/1994 um lífræna landbúnaðarframleiðslu, ásamt síðari breytingum. Reglugerðin tekur þegar gildi.


Landbúnaðarráðuneytinu, 20. desember 2000.

Guðni Ágústsson.
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica