Innanríkisráðuneyti

943/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 572/1995 um prófun á ökuritum.

1. gr.

Í stað orðsins "Löggildingarstofa", í hvaða beygingarfalli sem það kemur fyrir í reglu­gerðinni, kemur í viðeigandi beygingarfalli: Einkaleyfastofa.

2. gr.

Í stað orðsins "dómsmálaráðuneytið", í hvaða beygingarfalli sem það kemur fyrir í reglu­gerðinni, kemur í viðeigandi beygingarfalli: innanríkisráðuneytið.

3. gr.

Í stað orðsins "Vegagerðin", í hvaða beygingarfalli sem það kemur fyrir í reglugerðinni, kemur í viðeigandi beygingarfalli: Samgöngustofa.

4. gr.

Aftan við 2. mgr. 15. gr. koma nýjar 3.-5. mgr. 15. gr., sem orðast svo:

Skoðun samkvæmt a-lið 3. tölul. í VI. kafla í viðauka 1, sbr. 4. tölul. VI. kafla í viðauka 1B við reglugerð 3821/85/EBE, skal fara fram á tveggja ára fresti.

Sams konar skoðun skal einnig fara fram í þeim tilfellum sem mælt er fyrir um í 4. tl. VI. kafla í viðauka 1B við reglugerð 3821/85/EBE, s.s. þegar ökutæki með þegar prófaðan og innsiglaðan ökurita í samræmi við reglugerð 3821/85/EBE öðlast skráningu á Íslandi, þegar skráningarnúmer ökutækis hefur breyst og þegar virku ummáli hjólbarða hefur verið breytt.

Inntak og framkvæmd skoðunar samkvæmt 3. og 4. mgr. ákvæðis þessa skal vera í fullu samræmi við fyrirmæli a-liðar 3. tölul. í VI. kafla í viðauka 1, sbr. 4. tölul. VI. kafla í við­auka 1B við reglugerð 3821/85/EBE.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 1. mgr. 60. gr. og 67. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 15. október 2014.

Hanna Birna Kristjánsdóttir
innanríkisráðherra.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica