Leita
Hreinsa Um leit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

933/2016

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 850/2015 um innflutning erfðaefnis holdanauta og kröfur um útbúnað einangrunarstöðva.

1. gr.

Í stað orðanna "viðurkenndri sæðingarstöð" í 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur: viðurkenndum sæðingarstöðvum og fósturvísabönkum.

2. gr.

5. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Aðeins er heimilt að flytja inn djúpfryst sæði frá viðurkenndri sæðingarstöð í Noregi og aðeins ef stöðin hefur gilt leyfi Mattilsynet í Noregi varðandi töku, meðhöndlun og geymslu sæðis. Aðeins er heimilt að flytja inn djúpfrysta fósturvísa frá viðurkenndum fósturvísabanka í Noregi og hópur sem annast töku fósturvísanna skal hafa gilt leyfi Mattilsynet í Noregi. Kröfur um leyfi fyrir sæðingar­stöðvar, fósturvísabanka og hópa sem annast töku fósturvísa skulu vera í samræmi við reglur Alþjóða­dýraheilbrigðisstofnunarinnar (OIE) á hverjum tíma. Jafnframt skal ekkert hafa komið fram við eftirlit sem getur valdið hættu á að erfðaefnið sem flytja á inn beri með sér smitsjúkdóma.

3. gr.

Í stað orðanna "viðurkenndri sæðingarstöð" í 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar kemur: viðurkenndum sæðingarstöðvum og fósturvísabönkum.

4. gr.

7. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Innfluttu erfðaefni sem heimilað hefur verið að flytja til landsins skal fylgja heilbrigðis- og uppruna­vottorð undirritað af opinberum dýralækni í útflutningslandi sem staðfestir að skilyrði sem þessi reglu­gerð setur um uppruna erfðaefnis og heilbrigði gjafadýra séu uppfyllt. Vottorðið skal ekki vera eldra en 10 daga gamalt við innflutning. Að minnsta kosti fimm dögum fyrir áætlaðan komu­dag erfðaefnisins til landsins skal senda Matvælastofnun skannað afrit af vottorðinu.

5. gr.

Í stað orðanna "Nafn og númer dýralæknis" í 4. tölul. 2. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar kemur: Númer hóps sem annast töku fósturvísa og nafn dýralæknis sem er ábyrgur fyrir hópnum.

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka I við reglugerðina:

  1. Í stað orðanna "á vegum viðurkenndrar sæðingarstöðvar" í a-lið 2. liðar í viðauka I kemur: af viðurkenndum hópi sem annast töku fósturvísa.
  2. Í stað orðanna "Viðurkennd sæðingarstöð" í c-lið 2. liðar í viðauka I kemur: Viðurkenndur hópur sem annast töku fósturvísa og fósturvísabanki.
  3. Á eftir orðinu "sæðingarstöðvum" í d-lið 2. liðar í viðauka I kemur: og fósturvísabönkum.
  4. Í stað orðanna "Viðurkennd sæðingarstöð" í e-lið 2. liðar í viðauka I kemur: Viðurkenndur hópur sem annast töku fósturvísa og fósturvísabanki.

7. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 19. gr. laga nr. 54/1990 um innflutning dýra og 29. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, 8. nóvember 2016.

F.h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Baldur Sigmundsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica