Umhverfisráðuneyti

933/1999

Reglugerð um hávaða - Brottfallin

1. gr.

Markmið reglugerðar þessarar er að draga úr og koma í veg fyrir hávaða.

Reglugerð þessi gildir um viðmiðunargildi fyrir hávaða og hávaðavarnir hér á landi og í mengunarlögsögunni og á við um atvinnurekstur, samgöngur og athafnir einstaklinga eins og við getur átt.

Um hávaða sem berst með byggingum og byggingarhlutum gildir byggingarreglugerð.

Um hávaða á vinnustöðum gilda lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

2. gr.

Merking orða og orðasambanda í reglugerð þessari:

Eftirlitsmæling: stakar mælingar sem framkvæmdar eru samkvæmt fyrirmælum í starfsleyfum eða í þeim tilgangi að kanna hvort settum reglum og viðmiðunarmörkum sé fylgt.

Mengun: þegar örverur, efni og efnasambönd valda óæskilegum og skaðlegum áhrifum á heilsufar almennings, raska lífríki eða óhreinka loft, láð eða lög. Mengun tekur einnig til óþæginda vegna ólyktar, óbragðs, hvers konar hávaða og titrings, geislunar og varmaflæðis.

Úttektarrannsókn: viðamikil rannsókn eða langtímamæling, venjulega bundin við stærra svæði, svo sem landsvæði, þéttbýli eða hluta af þéttbýli, eða rannsókn á yfirgripsmiklum þáttum mengunar, svo sem frá farartækjum, eða rannsókn á mengun er berst frá öðrum löndum.

Ytra umhverfi: land, lögur og loft utandyra og utan vinnustaða.

3. gr.

Heilbrigðisnefnd hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins.

Eftirlitið nær til lofts, láðs og lagar, svo og búnaðar og allra aðstæðna, sem valdið geta mengun. Eftirlitið felst í að framfylgja ákvæðum laga, reglugerða og starfsleyfa.

Eftirlitsaðili skal með fræðslu, leiðbeiningum og upplýsingum stuðla að aðgerðum, sem miða að því að hindra og/eða takmarka mengun.

Eftirlitsaðila skal, þegar óskað er, veittur aðgangur að starfsleyfisskyldri og/eða eftirlitsskyldri starfsemi, að svæðum og mannvirkjum, þar sem mengunarhætta er til staðar, svo og að búnaði og tækjum, sem geta valdið mengun. Eftirlitsaðila skulu veittar allar upplýsingar sem hann álítur nauðsynlegar vegna eftirlitsins.

Ákvæði reglugerðar þessarar hafa ekki áhrif á framkvæmd eftirlits samkvæmt lögum um varnir gegn mengun sjávar.

4. gr.

Um eftirlit fer samkvæmt reglugerð um mengunarvarnaeftirlit og um starfsleyfi fyrir starfsleyfisskyldan atvinnurekstur fer samkvæmt reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

5. gr.

Hávaði skal vera undir þeim viðmiðunarmörkum sem fram koma í viðauka, sbr. þó 8. gr. Ennfremur skal leitast við að uppfylla þau leiðbeiningarmörk sem fram koma í viðauka. Ef um er að ræða nýbyggingarsvæði í eldri byggð eða svæði þar sem skipulag eða starfsemi er fyrir, má þó heimila frávik sem lýst er í viðauka.

6. gr.

Hávaðavarnir skulu á hverjum tíma vera slíkar að hávaði sé innan viðmiðunarmarka samkvæmt 5. gr., sbr. þó 8. gr. Stuðlað skal að hávaðavörnum, m.a. á eftirfarandi hátt:

1. Forráðamönnum fyrirtækja og stofnana er skylt að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir óþægindi af völdum hávaða.

2. Eigendur vélknúinna ökutækja skulu sjá svo um að farartæki þeirra valdi ekki óþarfa hávaða.

3. Við allar framkvæmdir, svo sem byggingar, gröft, gatnagerð o.fl., skal þess sérstaklega gætt að ekki verði óþægindi af völdum hávaða.

7. gr.

Nú reynast hávaðavarnir ekki nægilegar og gerir þá heilbrigðisnefnd tillögur til sveitarstjórnar, t.d. um takmörkun umferðar og/eða starfsemi á ákveðnum tímum og svæðum, þ. á m. takmörkun umferðar um tilteknar götur að kvöldlagi, um nætur, eða allan sólarhringinn eftir atvikum, til að halda hávaða innan viðmiðunarmarka samkvæmt 5. gr.

8. gr.

Heilbrigðisnefnd getur, vegna sérstakra, óviðráðanlegra aðstæðna og að höfðu samráði við Hollustuvernd ríkisins, leyft að á ákveðnum, afmörkuðum svæðum megi hávaði vera yfir viðmiðunarmörkum samkvæmt viðauka.

9. gr.

Hollustuvernd ríkisins annast, skipuleggur og hefur umsjón með úttektarrannsókn á hávaða.

Heilbrigðisnefnd framkvæmir eða lætur framkvæma reglubundnar eftirlitsmælingar á hávaða. Hollustuvernd ríkisins gefur út reglur um framkvæmd mælinga.

Í viðauka er gerð grein fyrir þeim aðferðum sem nota skal við mælingar og/eða útreikninga á hávaða.

10. gr.

Við gerð svæðis-, aðal- og deiliskipulags skulu skipulagsyfirvöld hafa hliðsjón af niðurstöðum hávaðamælinga og útreikninga.

11. gr.

Um valdsvið, þvingunarúrræði, málsmeðferð, úrskurði og viðurlög fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 7/1988 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

12. gr.

Ef aðili sinnir ekki fyrirmælum eftirlitsaðila innan tiltekins frests, getur eftirlitsaðilinn ákveðið honum dagsektir allt að kr. 100.000 á dag, þar til úr er bætt.

13. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 5. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 og öðlast þegar gildi, frá sama tíma fellur úr gildi 7. kafli og 5. viðauki mengunarvarnareglugerðar nr. 48/1994, með síðari breytingum.

Umhverfisráðuneytinu, 20. desember 1999.

Siv Friðleifsdóttir.

Ingimar Sigurðsson.

 

VIÐAUKI

Reglur um hávaða utanhúss.

1. Almennt.

Við nýskipulag hverfa skal taka mið af töflu 1, sem sýnir viðmiðunargildi og leiðbeiningargildi varðandi hljóðstig frá bílaumferð og atvinnustarfsemi. Viðmiðunargildi fyrir hávaða "innanhúss" er að finna í töflu í 5. mgr. 5. gr.

Ef upp koma tilvik sem þessar reglur ná ekki yfir, skal velja viðurkennda hávaðareglu sem stuðst er við í slíkum tilvikum í einhverju hinna Norðurlandanna.

Ef um er að ræða nýbyggingarsvæði í eldri byggð eða svæði þar sem skipulag eða starfsemi er fyrir, má heimila frávik varðandi umferðarhávaða, sem nánar er fjallað um í grein 5 í þessum viðauka. Um hávaða á iðnaðarsvæðum er fjallað í grein 4 í þessum viðauka.

2. Hugtök og skilgreiningar.

2.1 Hljóðstig er mælikvarði á hljóðstyrk. Það er oft mælt í decibelum í gegnum s.k. A - síu ("filter"), sem líkir eftir næmi eyrans. Hljóðstigið er þá táknað LA og einingin er dB(A).

2.2 Jafngildishljóðstig, Leq er ákveðið meðaltalshljóðstig, sem samsvarar sömu hljóðorku á mælitímanum og hinn raunverulegi breytilegi hávaði. Ef jafngildishljóðstigið er mælt í dB(A), er það táknað LAeq.

2.3 Hámarkshljóðstig er hæsta gildi sem hljóðmælir sýnir yfir ákveðinn mælitíma, þegar hann er stilltur á staðlaða tímastillingu "FAST". Ef hámarkshljóðstigið er mælt í dB(A) er hámarkshljóðstigið táknað LAmax.

2.4 Viðmiðunargildi er það gildi sem verður að uppfylla til þess að ástandið geti talist viðunandi. Ef þetta viðmiðunargildi er samt sem áður ekki uppfyllt, skal skilgreina hvernig hægt verður að uppfylla það innan ákveðins tíma.

2.5 Leiðbeiningargildi er gildi sem ákjósanlegt er að uppfylla eða stefna að því að uppfylla sem langtímamarkmið, en leitast skal við að uppfylla það þar sem þess er nokkur kostur.

3. Mæliaðferðir.

Ef ástæða þykir til þess að kanna hvort hljóðstig sé innan marka skulu mælingar gerðar samkvæmt

ákveðnum mæliaðferðum. Þær aðferðir sem nota skal þar til Evrópustaðlar hafa tekið gildi hérlendis á

þessu sviði eru eftirfarandi: (NT = Nordtest, samræmdar norrænar mæliaðferðir.)

3.1

3.1.1 Við athugun á hávaða frá atvinnustarfsemi skal mæla skv. samnorrænni mæliaðferð, t.d. sænsku útgáfunni: _Metod för imissionsmätning av externt industribuller. Statens Naturvårdsverk: Meddelande 6/1984".

3.1.2 Við útreikninga á hávaða frá atvinnustarfsemi skal nota Nordtest aðferðina NT ACOU 080: "Industrial plants: Noise emission". Þar er hávaðinn fyrst mældur við upptökin, og síðan má reikna útbreiðslu hans.

3.2

3.2.1 Við athuganir á hljóðstigi frá umferð skal mæla skv. NT ACOU 039: "Road traffic: Noise" eða NT - ACOU 056: "Road traffic: Noise - Simplified method".

3.2.2 Útreiknað hljóðstig skal fundið með samnorrænu reiknilíkani fyrir umferðarhávaða: "Nordisk beräkningsmodell för vägtrafikbuller."

Tafla 1. Viðmiðunargildi og leiðbeiningargildi fyrir hljóðstig í og við íbúðarhúsnæði, kennslu- og sjúkrastofur. (Leiðbeiningargildi eru innan sviga).

Hljóðstig utan við húsvegg á jarðhæð og utan við opnanlega glugga í töflunni er frísviðsgildi, annaðhvort mælt beint án áhrifa frá endurkastandi flötum, eða mæligildi við húshlið leiðrétt m.t.t. áhrifa frá endurkastandi flötum.

Hljóðgjafar úti

Mesta hljóðstig

utan við húsvegg á jarðhæð

og utan við opnanlega glugga

Mælitími

inni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bílaumferð:

 

 

 

 

Íbúðarhúsnæði, kennslu-

 

 

 

 

og sjúkrastofur

LAeq

55 (45)

30

24 klst

Atvinnustarfsemi - virka daga (07 - 18):

 

 

 

 

Blönduð byggð: verslun, þjónusta

 

 

 

 

smáiðnaður, íbúðarbyggð

Lr

55

 

 

Hrein íbúðarbyggð

Lr

50

 

 

Sumarhúsabyggð

Lr

40

 

 

 

 

 

 

 

Atvinnustarfsemi - kvöld (18 - 23) og helgidaga:

 

 

 

 

Blönduð byggð: verslun, þjónusta

 

 

 

 

smáiðnaður, íbúðarbyggð

Lr

50

 

 

Hrein íbúðarbyggð

Lr

45

 

 

Sumarhúsabyggð

Lr

35

 

 

 

 

 

 

 

Atvinnustarfsemi - nótt (23 -07):

 

 

 

 

Blönduð byggð: verslun, þjónusta

 

 

 

 

smáiðnaður, íbúðarbyggð

Lr

40

 

 

Hrein íbúðarbyggð

Lr

40

 

 

Sumarhúsabyggð

Lr

35

 

 

 

Lr stendur fyrir "rating level" skv. ISO 1996/1 (1982) par. 3.11 og er jafnt LAeq nema þegar hljóðið inniheldur ríkjandi tón eða högghljóð, en þá bætast 5 dB við mæligildið.

4. Hljóðstig frá fyrirtækjum og annarri starfsemi.

Auk þeirra viðmiðunargilda sem sýnd eru í töflu 1, gilda eftirfarandi mörk fyrir iðnaðarsvæði um mesta hljóðstig utan við glugga:

 

 

Virkir dagar

Kvöld

Nætur

 

 

kl. 07-18

kl. 18-23

kl. 23-07

Iðnaðarsvæði

Lr

70

70

70

5. Hljóðstig frá umferð.

Hljóðstig frá umferð er mælt og markgildi sett sem svokallað jafngildishljóðstig í dB(A) fyrir heilan sólarhring. Viðmiðunargildin miðast við ákveðna tímadreifingu umferðarinnar, þannig að reiknað er með 7-8% næturumferð á stofnbrautum og tengibrautum, en um 4-5% næturumferð á safngötum og húsagötum. (Næturumferð hérlendis telst vera milli kl. 00.00 og 07.00.)

Þessi forsenda um tímadreifingu umferðarinnar gefur um 7-8 dB(A) minni umferðarhávaða að næturlagi en að degi til á stofnbrautum og tengibrautum, en um 9-10 dB(A) á safn- og húsagötum. Ef veruleg frávik eru á tímadreifingu umferðarinnar miðað við þessar forsendur, skulu viðmiðunargildin fyrir umferðarhávaðann breytast í samræmi við það.

Viðmiðunargildi og leiðbeiningargildi fyrir umferðarhávaða,

jafngildishljóðstig í dB(A) fyrir sólarhring. (Leiðbeiningargildi eru innan sviga.).

Viðmiðunargildin _innanhúss" í töflunni miðast við lokaða glugga. Viðmiðunargildin utan við h0000úsvegg á jarðhæð og utan við opnanlegan glugga í töflunni eru frísviðsgildi, annaðhvort mæld beint án áhrifa frá endurkastandi flötum, eða mæligildi við húshlið leiðrétt m.t.t. áhrifa frá endurkastandi flötum.

 

Grunntafla:

Frávik1)

 

Nýskipulag

I

II

Innanhúss:

 

 

 

Íbúðarhúsnæði

30

40

30

Kennslu- og sjúkrastofur

30

35

30

Hávaðalitlir vinnustaðir

40

50

40

 

 

 

 

Utan við glugga:

 

 

 

Íbúðarhúsnæði

55 (45)

65

70/55

Kennslu- og sjúkrastofur

55 (45)

60

70

 

 

 

 

Útisvæði:

 

 

 

Útivistarsvæði í þéttbýli

55 (45)

65

 

Sumarhúsabyggð

45 (40)

65

70

70/55 merkir að viðmiðunarkrafan um 55 dB(A) utan við opnanlegan glugga skal vera uppfyllt fyrir a.m.k. helming íveruherbergja í hverri íbúð. Annars er leyfilegt hljóðstig utan við opnanlegan glugga allt að 70 dB(A).

1) Frávik:

I

Veruleg breyting á umferðaræð í byggð sem fyrir er.

 

II

Nýbyggingarsvæði í eldri byggð eða endurnýjun byggðar sem fyrir er.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica