Velferðarráðuneyti

931/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 539/2000, um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum.

1. gr.

3. tölul. 9. gr. verður svohljóðandi:

  1. Bólgueyðandi stungulyf sem ekki eru sterar (NSAID). Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er dýralækni, sem gert hefur þjónustusamning skv. 5. gr. reglugerðar nr. 353/2011 um aðbúnað og heilbrigði svína, heimilt að ávísa eiganda þess svínabús, sem samningurinn gildir fyrir, slíku lyfi til notkunar í vöðva í eftirfarandi tilvikum:
    1. til að draga úr verkjum eftir geldingu grísa og eftir klippingu skotta grísa, sbr. 3. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 353/2011 um aðbúnað og heilbrigði svína og bráðabirgðaákvæði við sömu reglugerð, enda hafi dýraeigandi leyfi Matvælastofnunar til þessa,
    2. við liðabólgu án sýkinga hjá svínum, og
    3. sem bólgueyðandi og hitalækkandi stuðningsmeðferð í tengslum við lungnabólgu og gothita (MMA (mastitis, metritis, agalactia)) hjá svínum ásamt viðeigandi sýklalyfjameðferð.
    Þá er dýralækni einnig heimilt að ávísa dýraeiganda slíku lyfi við verkjum í júgri minkalæðu eftir got og á mjólkurskeiði þeirra.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12. gr., sbr. 49. gr. lyfjalaga, nr. 93/1994, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 22. október 2012.

Guðbjartur Hannesson.

Vilborg Ingólfsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica