Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

920/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 474/2007 um vernd skipa og hafnaraðstöðu.

1. gr.

4. gr. orðist svo:

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (EB), með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins og bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 725/2004 frá 31. mars 2004 um að efla vernd skipa og hafnaraðstöðu, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 14/2005 frá 8. febrúar 2005, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 32, 23. júní 2005, bls. 19.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 324/2008 frá 9. apríl 2008 um endurskoðaðar verklagsreglur um framkvæmd skoðana framkvæmda­stjórnar­innar á sviði siglingaverndar, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 116/2008 frá 7. nóvember 2008. Reglugerðin er jafnframt birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 37, 9. júlí 2009, bls. 231.

2. gr.

Samtímis gildistöku þessarar reglugerðar fellur reglugerð nr. 104/2008 um breytingu á reglu­gerð nr. 474/2007 um vernd skipa og hafnaraðstöðu úr gildi.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum um siglingavernd, nr. 50/2004 með síðari breytingum og 4. mgr. 1. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 47/2003, öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 30. október 2009.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica