Landbúnaðarráðuneyti

91/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 189/1990 um innflutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum.

1. gr.

                Við upptalningu á skaðvöldum í viðauka I með reglugerðinni bætist eftirfarandi:

Skordýr, mítlar og þráðormar.

Helstu hýsilplöntur.

Duponchelia fovealis.

Ýmsar tegundir.

2. gr.

                Viðauki IV með reglugerðinni orðast svo:

Viðauki IV:

Plöntur sem einungis má flytja til landsins svo fremi sem tilgreind skilyrði séu uppfyllt:

1. Plöntur til áframhaldandi ræktunar eða fjölgunar.

                a) Á síðasta vaxtarskeiði plantnanna í ræktunarlandinu skulu þær hafa lotið opinberu heilbrigðiseftirliti í minnst einn mánuð fyrir sendingu til Íslands. Þá mega skaðvaldar skv. viðauka I ekki hafa fundist.

                b) Vörtupest (Synchytrium endobioticum) má aldrei hafa fundist á vaxtarstaðnum.

                c) Kartöfluhnúðormur (Globodera pallida og G. rostochiensis) má ekki vera á vaxtarstaðnum og má aldrei hafa fundist þar. Jarðvegsrannsókn vegna hnúðorms skal vera gerð samkvæmt viðurkenndum aðferðum og má ekki hafa sýnt hnúða í jarðvegi.

                d) Kartöflubjalla (Leptinotarsa decemlineata) má ekki koma fyrir á vaxtarstaðnum. 

                e) Þegar um útsæðiskartöflur er að ræða má kartöflumygla (Phytophthora infestans) ekki hafa sést á kartöflugrösum á vaxtarstaðnum á því vaxtarskeiði þegar hnýðin mynduðust og einkenni kartöflumyglu mega ekki sjást á hnýðunum.

2. Kartöflur.

                Kartöflur sem fluttar eru inn skulu uppfylla þær kröfur sem felast í lið 1, a-d, í viðauka IV.

3. gr.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 51/1981 um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum og öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 2. febrúar 1998.

Guðmundur Bjarnason.

Jón Höskuldsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica