Fjármálaráðuneyti

9/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 698/1998, um ráðstöfun iðgjalds til lífeyrissparnaðar og viðbótartryggingavernd.

1. gr.

2. mgr. 5. gr. orðast svo:

Samningur um lífeyrissparnað sem gerður er við viðskiptabanka eða sparisjóð skal kveða á um innlegg á bundinn innlánsreikning eða vera í samræmi við 3. mgr.

2. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 12. janúar 1999.

F. h. r.

Áslaug Guðjónsdóttir.

Tómas N. Möller.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica