Fara beint í efnið

Prentað þann 19. mars 2024

Breytingareglugerð

899/2012

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1020/2011 um rafhlöður og rafgeyma.

1. gr.

Við 11. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Nánar um reglur um merkingar á rafhlöðum og rafgeymum og undanþágur frá merkingum fer samkvæmt 20. gr. a.

2. gr.

Á eftir 20. gr. reglugerðarinnar bætist við ný grein, 20. gr. a, er orðast svo:

Eftirfarandi reglugerð sem vísað er til í lið 12zzd II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1103/2010 frá 29. nóvember 2010 um reglur um merkingar sem sýna rýmd færanlegra, endurhlaðanlegra rafhlaðna og rafgeyma og rafhlaðna og rafgeyma fyrir vélknúin ökutæki samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/66/EB, sem vísað er til í lið 12zzd II. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 88/2012 frá 30. apríl 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 27. september 2012 - 2012/EES/54/42 bls. 449-453.

3. gr. Innleiðing.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1103/2010 frá 29. nóvember 2010 um reglur um merkingar sem sýna rýmd færanlegra, endurhlaðanlegra rafhlaðna og rafgeyma og rafhlaðna og rafgeyma fyrir vélknúin ökutæki samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/66/EB.

4. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 29. gr., sbr. 20.-23. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, og með stoð í lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 30. október 2012.

F. h. r.

Magnús Jóhannesson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.