Innanríkisráðuneyti

898/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.

1. gr.

Í stað "tilskipunar nr. 74/152/EBE með síðari breytingum" kemur: tilskipun nr. 2009/60/EB með síðari breytingum í eftirgreindum ákvæðum reglugerðarinnar:

 1. lið 12.30 (7) í 12. gr.,
 2. lið 12.30 (8) í 12. gr.,
 3. lið 22.30 (4) í 22. gr.,
 4. töflu í II. viðauka, í fremsta dálk með fyrirsögninni "tilskipun",
 5. tölulið 3 í töflu með fyrirsögninni "dráttarvélar" í III. viðauka, í næst fremsta dálk undir fyrirsögninni "tilskipun",
 6. tölulið 3 í töflu með fyrirsögninni "dráttarvélar" í IV. viðauka, í næst fremsta dálk undir fyrirsögninni "tilskipun".

Töluliður 3 í töflu með fyrirsögninni "dráttarvélar" í IV. viðauka breytist að auki þannig að í reitina "Stjórnartíðindi EB" og "EES-birting", kemur við tilskipun nr. 2009/60/EB:

L 198, 30.7.2009

Birt í EES-viðbæti nr. 59, 18.10. 2012, bls. 427.


Síðari viðbætur 3. töluliðar falla út, þar sem um er að ræða viðbætur við tilskipun sem fellur brott.

2. gr.

Í stað "tilskipunar nr. 74/346/EBE með síðari breytingum" kemur: tilskipun nr. 2009/59/EB með síðari breytingum í eftirgreindum ákvæðum reglugerðarinnar:

 1. lið 09.30 (7) í 9. gr.,
 2. töflu í II. viðauka, í fremsta dálk með fyrirsögninni "tilskipun",
 3. tölulið 4 í töflu með fyrirsögninni "dráttarvélar" í III. viðauka, í næst fremsta dálk undir fyrirsögninni "tilskipun",
 4. tölulið 4 í töflu með fyrirsögninni "dráttarvélar" í IV. viðauka, í næst fremsta dálk undir fyrirsögninni "tilskipun".

Töluliður 4 í töflu með fyrirsögninni "dráttarvélar" í IV. viðauka breytist að auki þannig að í reitina "Stjórnartíðindi EB" og "EES-birting", kemur við tilskipun nr. 2009/59/EB:

L 198, 30.7.2009

Birt í EES-viðbæti nr. 54, 27.9. 2012, bls. 293.


Síðari viðbætur 4. töluliðar falla út, þar sem um er að ræða viðbætur við tilskipun sem fellur brott.

3. gr.

Í stað "tilskipunar nr. 79/532/EBE með síðari breytingum" kemur: tilskipun nr. 2009/68/EB með síðari breytingum í eftirgreindum ákvæðum reglugerðarinnar:

 1. lið 07.30 (8) í 7. gr.,
 2. lið 07.30 (9) í 7. gr.,
 3. töflu í II. viðauka, í fremsta dálk með fyrirsögninni "tilskipun",
 4. tölulið 15 í töflu með fyrirsögninni "dráttarvélar" í III. viðauka, í næst fremsta dálk undir fyrirsögninni "tilskipun",
 5. tölulið 15 í töflu með fyrirsögninni "dráttarvélar" í IV. viðauka, í næst fremsta dálk undir fyrirsögninni "tilskipun".

Töluliður 15 í töflu með fyrirsögninni "dráttarvélar" í IV. viðauka breytist að auki þannig að í reitina "Stjórnartíðindi EB" og "EES-birting", kemur við tilskipun nr. 2009/68/EB:

L 203, 5.8.2009

Birt í EES-viðbæti nr. 59, 18.10. 2012, bls. 432.


Síðari viðbætur 15. töluliðar falla út, þar sem um er að ræða viðbætur við tilskipun sem fellur brott.

4. gr.

Í stað "tilskipunar nr. 79/533/EBE með síðari breytingum" kemur: tilskipun nr. 2009/58/EB með síðari breytingum í eftirgreindum ákvæðum reglugerðarinnar:

 1. lið 12.30 (3) í 12. gr.,
 2. lið 14.30 (2) í 14. gr.,
 3. töflu í II. viðauka, í fremsta dálk með fyrirsögninni "tilskipun",
 4. tölulið 16 í töflu með fyrirsögninni "dráttarvélar" í III. viðauka, í næst fremsta dálk undir fyrirsögninni "tilskipun",
 5. tölulið 16 í töflu með fyrirsögninni "dráttarvélar" í IV. viðauka, í næst fremsta dálk undir fyrirsögninni "tilskipun".

Töluliður 16 í töflu með fyrirsögninni "dráttarvélar" í IV. viðauka breytist að auki þannig að í reitina "Stjórnartíðindi EB" og "EES-birting", kemur við tilskipun nr. 2009/58/EB:

L 198, 30.7.2009

Birt í EES-viðbæti nr. 54, 27.9. 2012, bls. 288.


Síðari viðbætur 16. töluliðar falla út, þar sem um er að ræða viðbætur við tilskipun sem fellur brott.

5. gr.

7. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

Aftast í ákvæði 07.01 (15), undir liðnum "Litur", kemur nýr málsliður sem orðast svo:

Einnig er heimilt að á bifhjóli í flokki L3e sem skráð er á Íslandi eftir 28. október 2011 sé litur framvísandi stöðuljóss rauðgulur.

6. gr.

18. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

Ákvæði 18.30 (2) skal orðast svo:

Dráttarvél skal uppfylla kröfur um útblástursmengun skv. tilskipun 2000/25/EB með síðari breytingum, áfanga I, II, III og IV eða aðrar sambærilegar reglur.

7. gr.

Viðauki IV við reglugerðina breytist þannig:

Undir fyrirsögninni "dráttarvélar":

 1. Í tölulið 3 við tilskipun 2009/60/EB (í reitina "síðari viðbætur", "Stjórnartíðindi EB" og "EES-birting"), kemur:

2010/62/ESB

L 238, 09.09.2010

Birt í EES-viðbæti nr. 59, 18.10. 2012, bls. 85. 1. Í tölulið 18 við tilskipun 80/720/EBE á eftir tilskipun 2010/22/ESB (í reitina "síðari viðbætur", "Stjórnartíðindi EB" og "EES-birting"), kemur:

2010/62/ESB

L 238, 09.09.2010

Birt í EES-viðbæti nr. 59, 18.10. 2012, bls. 85. 1. Í tölulið 19 við tilskipun 86/297/EBE á eftir tilskipun 97/54/EB (í reitina "síðari viðbætur", "Stjórnartíðindi EB" og "EES-birting"), kemur:

2010/62/ESB

L 238, 09.09.2010

Birt í EES-viðbæti nr. 59, 18.10. 2012, bls. 85. 1. Í tölulið 23 við tilskipun 2009/144/EB á eftir tilskipun 2010/52/ESB (í reitina "síðari viðbætur", "Stjórnartíðindi EB" og "EES-birting"), kemur:

2010/62/ESB

L 238, 09.09.2010

Birt í EES-viðbæti nr. 59, 18.10. 2012, bls. 85. 1. Í tölulið 28 við tilskipun 2003/37/EB á eftir tilskipun 2010/22/ESB (í reitina "síðari viðbætur", "Stjórnartíðindi EB" og "EES-birting"), kemur:

2010/62/ESB

L 238, 09.09.2010

Birt í EES-viðbæti nr. 59, 18.10. 2012, bls. 85. 1. Í tölulið 29 við tilskipun 2000/25/EB á eftir tilskipun 2010/22/ESB (í reitina "síðari viðbætur", "Stjórnartíðindi EB" og "EES-birting"), kemur:

2011/72/ESB

L 246, 23.09.2011

Birt í EES-viðbæti nr. 54, 27.9. 2012, bls. 878.8. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 60. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 26. október 2012.

Ögmundur Jónasson.

Sigurbergur Björnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica