Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Breytingareglugerð

879/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 936/2011, um lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi.

1. gr.

Við skrá A í II. viðauka bætist ný málsgrein er orðast svo:

- greiningarpróf á afbrigði Creutzfeldt-Jakobs-sjúkdómsins fyrir blóðskimun, sjúkdómsgreiningu og staðfestingu.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 14. gr. laga um lækningatæki, nr. 16/2001, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Reglugerð þessi er sett með hliðsjón af tilskipun 2011/100/ESB, um breytingar á tilskipun nr. 98/79/EB um lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi.

Velferðarráðuneytinu, 25. október 2012.

Guðbjartur Hannesson.

Vilborg Ingólfsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.