Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 19. mars 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 29. júlí 2005

866/2000

Reglugerð um aðskilnað fjarskiptaneta og kapalkerfa fyrir sjónvarp sem eru í eigu sama lögaðila

1. gr.

Fjarskiptafyrirtæki er óheimilt að starfrækja í nafni eins lögaðila kapalkerfi fyrir sjónvarp og almennt fjarskiptanet þegar:

a. lögaðilanum er stýrt af ríkinu eða nýtur sérstakra réttinda samkvæmt lögum og,

b. lögaðilinn hefur markaðsráðandi stöðu á umtalsverðum hluta innri markaðar á Evrópska efnahagssvæðinu á sviði almennra fjarskiptaneta og almennrar talsímaþjónustu og,

c. lögaðilinn starfrækir kapalkerfi fyrir sjónvarp sem hefur verið byggt í skjóli sérréttinda eða einkaleyfis á sama svæði.

Póst- og fjarskiptastofnun skal tryggja að farið sé eftir ákvæðum 1. mgr.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 59. gr. laga nr. 107/1999 um fjarskipti og með hliðsjón af tilskipun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 1999/64/EB frá 23. júní 1999 um breytingu á tilskipun 90/388/EBE til þess að tryggja að fjarskiptanet og kapalkerfi fyrir sjónvarp í eigu eins rekstraraðila séu aðskildir lögaðilar, öðlast þegar gildi.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.