Viðskiptaráðuneyti

864/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 120/2000, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

1. gr.

Við 10. gr. bætist eftirfarandi málsl.: Þessi grein gildir ekki um sameiginlega fjárfestingu í verðbréfum.

2. gr.

Við 3. mgr. 12. gr. bætast eftirfarandi málsl.: Viðskiptavinum skal greint frá því að viðbótartrygging falli niður og hvenær hún falli úr gildi. Útibú skal á afgreiðslustöðum sínum hafa til reiðu skriflegar upplýsingar um aðild sína að sjóðnum. Skulu upplýsingarnar vera á íslensku og ávallt til reiðu þannig að auðvelt sé að nálgast þær.

3. gr.

Við 3. mgr. 15. gr. bætast eftirfarandi málsl.: Útibú skal á afgreiðslustöðum sínum hafa til reiðu skriflegar upplýsingar um aðild sína að sjóðnum. Skulu upplýsingarnar vera á íslensku og ávallt til reiðu þannig að auðvelt sé að nálgast þær.

4. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytinu, 6. desember 2002.

Valgerður Sverrisdóttir.

Benedikt Árnason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica