Sjávarútvegsráðuneyti

862/2006

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 163 30. maí 1973, um hvalveiðar.

1. gr.

2. ml. 1. gr. orðist svo:

Leyfi til veiða á hrefnu á fiskveiðiárinu 2006/2007 skal aðeins veita þeim íslensku skipum sem hafa tekið þátt í vísindaveiðum Hafrannsóknastofnunarinnar á hrefnu á árunum 2003-2006. Leyfi til veiða á langreyði á fiskveiðiárinu 2006/2007 skal aðeins veita þeim íslensku skipum sem eru sérútbúin til veiða á stórhvölum.

2. gr.

4. gr. orðist svo:

Afhenda skal Hafrannsóknastofnuninni tvö vefjasýni úr hverjum veiddum hval til greiningar á erfðaefni.

3. gr.

10. gr. orðist svo:

Eftirlit með veiðum er í höndum Fiskistofu. Eftirlitsmenn Fiskistofu fylgjast með að veiðarnar séu í samræmi við lög nr. 26/1949 um hvalveiðar og reglugerðir settar samkvæmt þeim og að veiðarnar séu í samræmi við þær reglur sem fram koma í fylgiskjali við alþjóðasamning um stjórnun hvalveiða frá 1946 (e. Schedule attatched to the International Convention for the Regulation of Whaling).

Fiskistofa hefur einnig eftirlit með því að skilyrði sem fram koma í veiðileyfi varðandi veiðibúnað og veiðar séu uppfyllt.

4. gr.

13. gr. orðist svo:

Skipstjórar hvalveiðiskipa ásamt útgerðarmönnum skulu bera ábyrgð á því að ekki sé brotið gegn ákvæðum reglugerðar þessarar og skulu ábyrgir fyrir því að öll skilyrði veiðileyfa verði haldin.

5. gr.

14. gr. fellur niður.

6. gr.

Kaflaskipting og kaflaheiti reglugerðar nr. 163/1973 um hvalveiðar falla niður.

7. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. gr. laga nr. 26 3. maí 1949, um hvalveiðar, til að öðlast þegar gildi. Sjá jafnframt viðauka sem birtur er sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 17. október 2006.

Einar K. Guðfinnsson.

Ásta Einarsdóttir.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica