Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

859/2012

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 838/2012 um tímabundna lækkun sérstaks veiðigjalds samkvæmt ákvæði II til bráðabirgða við lög um veiðigjöld. - Brottfallin

1. gr.

Svofelldar breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á eftir orðunum "sem telst til keyptra aflahlutdeilda" í 3. málsl. 1. tl. komi orðin: óháð fisktegund.
  2. Við 1. tl. bætist ný málsgrein, sem hljóðar svo: Aðili telst aðeins vera handhafi keyptrar hlutdeildar ef keypt hlutdeild er meiri en seld að teknu tilliti til þorskígildisstuðla og úthlutaðs heildaraflamarks þess árs þegar sótt er um lækkun sérstaks veiðigjalds.
  3. Við 4. tl. bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Heimilt er að ákveða verðmæti skipa, í stað framangreinds, sem vátryggingarverðmæti að viðbættu 20% álagi (vegna búnaðar og tækja við fiskveiðar), ef gjaldandi óskar þess sérstaklega og leggur fram þær upplýsingar sem greinir í 4. tl. 1. mgr. 9. gr.

2. gr.

Svofelldar breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "meðalverð" í 1. tl. 2. mgr. komi orðið: meðalnafnverð.
  2. Við 3. tl. 2. mgr. bætast orðin: miðað við eitt ár.

3. gr.

Svofelldar breytingar verða á 9. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað dagsetningarinnar "1. nóvember" í 1. mgr. komi dagsetningin: 5. nóvember.
  2. Við 1. mgr. kemur nýr töluliður, sem verður 4. tl., og hljóðar svo: Staðfesting frá tryggingarfélagi um vátryggingarverðmæti skipa í árslok 2011, ef við á.

4. gr.

Svofelldar breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á eftir orðunum "sem telst til keyptra aflahlutdeilda" í 2. málsl. 2. mgr. komi orðin: óháð fisktegund.
  2. Á eftir orðunum "skal byggt á þorskígildum" í 3. málsl. 2. mgr. komi orðin: og úthlutuðu heildaraflamarki.
  3. Við 2. mgr. bætist nýr málsl., svohljóðandi: Hafi réttur til lækkunar sætt skerðingu skv. þessari málsgrein getur gjaldandi ekki aukið rétt sinn síðar með kaupum á hlutdeild.

5. gr.

Lagaheimild og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í ákvæði II til bráðabirgða við lög nr. 74/2012 um veiðigjöld, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 19. október 2012.

F. h. r.

Kristján Skarphéðinsson.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica