Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 29. mars 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 14. apríl 2018

854/2016

Reglugerð um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferð fyrir skírteini og þjálfun flugumferðarstjóra.

1. gr. Efni og gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um flugumferðarstjóranema og flugumferðarstjóra sem sinna verkefnum sínum innan gildissviðs reglugerðar (EB) nr. 216/2008, sem og einstaklinga og fyrirtæki sem taka þátt í útgáfu skírteina, þjálfun, prófun, eftirliti og heilbrigðisskoðun og -mati umsækjenda í samræmi við þessa reglugerð.

2. gr. Lögbært yfirvald.

Samgöngustofa er lögbært yfirvald samkvæmt reglugerð þessari.

3. gr. Gildistaka reglugerðar (ESB) 2015/340.

Með reglugerð þessari öðlast gildi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/340 frá 20. febrúar 2015 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða skírteini flugumferðarstjóra og vottorð samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008, um breytingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 923/2012 og um niðurfellingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 805/2011. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44, dags. 18. ágúst 2016, bls. 498, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2016 frá 3. júní 2016.

5. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem er sett með stoð í 73. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir, nr. 60/1998, öðlast þegar gildi.

Viðaukar I-IV við reglugerð (ESB) 2015/340 skulu koma til framkvæmda 1. janúar 2017. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1044/2013 um skírteini flugumferðarstjóra og starfsleyfi þjálfunarfyrirtækja.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.