Sjávarútvegsráðuneyti

638/1989

Reglugerð um veiðieftirlitsgjald - Brottfallin

REGLUGERÐ

um veiðieftirlitsgjald.

 

1. gr.

Greiða skal sérstakt gjald - veiðieftirlitsgjald - fyrir veiðileyfi sem veitt eru á grundvelli ákvæða laga nr. 3/1988, um stjórn fiskveiða 1988-1990 eða annarra laga er kveða á um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

 

2. gr.

Fyrir veiðileyfi sem kveða á um heimild til veiða á tilteknu magni sjávardýra skal gjaldið miðast við heimilaðan hámarksafla og hlutfallslegt verðmæti einstakra tegunda, sbr. þó 3. gr. Skal heimilaður hámarksafli af einstökum tegundum metinn til þorskígilda samkvæmt verðmætahlutföllum í 4. gr.

Veiðieftirlitsgjald skal vera 60 kr. fyrir hvert þorskígildistonn.

Velji skip sóknarmark við botnfiskveiðar skal gjald skv. þessari grein miðast við aflamarkskost skipsins.

 

3. gr.

     Fyrir eftirtalin leyfi skal greiða fast gjald sem hér segir:       kr.

     1. Leyfi til botnfiskveiða fyrir báta undir 10 brl.               4.500

     2. Almennt leyfi til veiða með dragnót                            7.500

     3. Leyfi til sérveiða með dragnót                                  12.500

     4. Leyfi til veiða á innfjarðarækju                                   8.000

     5. Leyfi til veiða á hörpudiski                                       10.000

     6. Leyfi til hrognkelsaveiða                                            2.500

     7. Önnur veiðileyfi                                                        7.500

 

4. gr.

Við útreikning þorskígilda skv. 2. gr. skal miða við eftirfarandi verðmæta- hlutföll: Þorskur 1.00, ýsa 1.19, ufsi 0.56, karfi 0.53, grálúða 0.80, úthafsrækja 1.64, humar 15.19, síld 0.15 og loðna 0.08.

 

5. gr.

Gjald skv. 2. og 3. gr. skal innheimt við afhendingu veiðileyfa.

Gjald fyrir veiðileyfi skal tilgreint á leyfisbréfi. Gjaldið er ekki endur- kræft, enda þótt veiðiheimildir séu ekki nýttar.

Gjald samkvæmt reglugerð þessari rennur til reksturs veiðieftirlits sjávarútvegsráðuneytisins.

 

6. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 129, 28. desember 1989, um veiðieftirlitsgjald og öðlast gildi 1. janúar 1990.

 

Sjávarútvegsráðuneytið, 29. desember 1989.

 

Halldór Ásgrímsson.

Árni Kolbeinsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica