Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

841/2020

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð um stuðningslán, nr. 534/2020.

1. gr.

Við 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Að ósk rekstraraðila má senda umsókn og upplýsingar skv. 1. málsl. til annarrar lánastofnunar en aðallánastofnunar með samþykki þeirrar lánastofnunar sem rekstraraðili tilgreinir. Skal fjármála- og efnahagsráðuneytið þá upplýsa aðallánastofnun um það.

2. gr.

Tilvísunin "2. málsl." í 9. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 24. gr. laga um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, nr. 38/2020, öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 27. ágúst 2020.

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Gunnlaugur Helgason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.