Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

834/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja, nr. 528 4. september 1998. - Brottfallin

834/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja,
nr. 528 4. september 1998.

1. gr.

Í stað "I og II" í 2. málsl. 1. mgr. 1. gr. komi: I, II, III og IV.


2. gr.

1. mgr. 5. gr. orðist svo:
Breidd bifreiðar og eftirvagns má mest vera 2,55 m. Breidd yfirbyggingar jafnhitavagns má mest vera 2,60 m.


3. gr.

10. gr. orðist svo:
Skráningarstofan hf. getur veitt undanþágu frá ákvæðum um mestu lengd vagnlesta, allt að 25,25 metrum , þar sem hagkvæmt þykir vegna almennra flutninga.

Skilyrði fyrir útgáfu undanþágu er:

a. Vagnlestinni skal vera hægt að aka innan snúningsboga með 12,50 m radíus í ytri hring og 2,00m radíus í innri hring. Ákvæði þetta telst vera uppfyllt fyrir bifreiðog tengivagn ef fjarlægð frá framenda bifreiðar að miðju aftasta áss tengivagns er ekki meiri en 22,50 m og mál frá miðju snúningskrans tengivagns til miðju fræðilegs afturáss er ekki meiri en 8,15 m.
b. Lengd farmrýmis eftirvagns má ekki vera meiri en 13,60 m.
c. Bifreið og eftirvagn skulu búin hemlum með læsivörn.
d. Bifreið skal búin hraðatakmarkara sem er stilltur þannig að hraði geti ekki orðið meiri en 90 km/klst.
e. Aftan á eftirvagni skal vera merki með áletruninni "UNDANÞÁGA VEGNA LENGDAR" og merki sem sýnir leyfðan hámarkshraða vagnlestar, sbr. viðauka III.

Leyfi skal vera skriflegt og haft meðferðis meðan á flutningi stendur.

Leyfi skal bundið við þá vegi og þann tíma sem greinir í viðauka IV. Lögreglustjóri getur takmarkað umferð vagnlesta umfram það sem þar greinir ef sérstaklega stendur á. Um aðra vegi og tíma gilda ákvæði 10. gr. a um undanþágu vegna sérstakra flutninga.

Brot á skilyrðum fyrir undanþágu getur varðað afturköllun leyfis.

Undanþágu má gefa lengst út til 15. nóvember 2003. Undanþágur samkvæmt greininni má afturkalla ef ástæða þykir til vegna umferðaröryggis.


4. gr.

10. gr. verður 10. gr. a.
Við greinina bætist ný málsgrein, svo hljóðandi:
Brot á skilyrðum fyrir undanþágu getur varðað afturköllun leyfis.


5. gr.

Viðauki III breytist eins og segir í viðauka I.


6. gr.

Við bætist nýr viðauki, viðauki IV, eins og segir í viðauka II.


7. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 75. og 76. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, öðlast gildi 15. nóvember 2001.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 31. október 2001.

Sólveig Pétursdóttir.
Ólafur W. Stefánsson.VIÐAUKI I


Viðauki III orðist svo:

Merki.
a. Skiltið "LANGT ÖKUTÆKI" skal vera ferhyrnt. Grunnur skiltis skal vera gulur, jaðar rauður og stafir svartir. Lengd skiltisins skal að lágmarki vera 900 mm með a.m.k. 25 mm jaðri. Hæð stafa skal vera a.m.k. 70 mm og breidd stafleggja a.m.k. 11 mm. Leturgerðin skal vera blokkskrift.
b. Skiltið "UNDANÞÁGA VEGNA LENGDAR" skal vera ferhyrnt. Grunnur skiltis skal vera gulur, jaðar rauður og stafir svartir. Lengd skiltisins skal að lágmarki vera 900 mm með a.m.k. 25 mm jaðri. Hæð stafa skal vera a.m.k. 70 mm og breidd stafleggja a.m.k. 11 mm. Leturgerðin skal vera blokkskrift.
c. Skilti um leyfðan hámarkshraða skal vera hringlaga, 200 mm að þvermáli og með svörtum jaðri. Tölustafirnir skulu vera svartir og hæð þeirra 120 mm. Leturgerðin skal vera blokkskrift. Áletrun skal vera "80".VIÐAUKI II

Nýr viðauki, viðauki IV, orðist svo:


VIÐAUKI IV

Undanþága fyrir vagnlestir (vegir og tími) samkvæmt 10. gr.A. Akstur vagnlesta sem undanþágu hafa samkvæmt 10. gr. er óheimill:
a. Um helgar frá kl. 18.00 á föstudegi til kl. 24.00 á sunnudegi og á almennum frídögum frá kl. 00.00 til kl. 24.00.
b. Um páska frá kl. 00.00 á miðvikudegi fyrir páska til kl. 08.00 á þriðjudegi eftir páska, um hvítasunnu og verslunarmannahelgi frá kl. 00.00 á föstudegi til kl. 08.00 á þriðjudegi og um jól frá kl. 00.00 á aðfangadegi til kl. 08.00 þriðja í jólum.

B. Undanþága samkvæmt 10. gr. gildir á eftirtöldum þjóðvegum:
1
Hringvegi, þó ekki frá Mývatnsvegi (848) hjá Arnarvatni að Kísilvegi (87) hjá Reykjahlíð og frá Egilsstöðum að Suðurfjarðavegi (96) við Breiðdalsvík
38
Þorlákshafnarvegi, frá Þorlákshöfn að Þrengslavegi (39)
39
Þrengslavegi
40
Hafnarfjarðarvegi
41
Reykjanesbraut
43
Grindavíkurvegi
44
Hafnavegi
45
Garðskagavegi
46
Víknavegi
49
Nesbraut, frá Hringvegi (1) að Reykjanesbraut (41) við Ánanaust
413
Breiðholtsbraut
419
Höfðabakka, frá Nesbraut (49) að Reykjanesbraut (41)
421
Vogavegi
425
Nesvegi
453
Sundagörðum
454
Holtagörðum
470
Fjarðarbraut, þó ekki frá Norðurbakka að Fornubúðum
4540
Víðinesvegi, frá Hringvegi (1) að Sorpu
51
Akrafjallsvegi
54
Snæfellsnesvegi, frá Hringvegi (1) að Vatnaleið (56) við Vegamót og frá Útnesvegi (574) við Fróðá að Stykkishólmsvegi (58)
56
Vatnaleið
58
Stykkishólmsvegi
574
Útnesvegi, frá Rifi að Snæfellsnesvegi (54) við Fróðá
72
Hvammstangavegi
74
Skagastrandarvegi
75
Sauðárkróksbraut
76
Siglufjarðarvegi, frá Sauðárkróksbraut (75) til Siglufjarðar
82
Ólafsfjarðarvegi, frá Hringvegi (1) til Ólafsfjarðar
83
Grenivíkurvegi
85
Norðausturvegi, frá Hringvegi (1) til Húsavíkur
845
Aðaldalsvegi
848
Mývatnsvegi
87
Kísilvegi
93
Seyðisfjarðarvegi
92
Norðfjarðarvegi
96
Suðurfjarðavegi.

Auk þess gildir undanþágan á eftirtöldum götum íReykjavík:
Sægörðum, Kleppsmýrarvegi, Skútuvogi, Grandagarði og Faxagötu.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica