Fara beint í efnið

Prentað þann 20. apríl 2024

Breytingareglugerð

832/2016

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skotvopn, skotfæri o.fl., nr. 787/1998.

1. gr.

Við 37. gr. reglugerðarinnar bætast þrjár nýjar málsgreinar svohljóðandi:

Óheimilt er að setja hljóðdeyfi á skotvopn nema með leyfi lögreglustjóra. Eingöngu er heimilt að veita leyfi fyrir hljóðdeyfi á stóran riffil sem notar miðkveikt skot. Þó er óheimilt að nota hljóðdeyfi ef skot hefur verið hlaðið niður þannig að hraði skots fari undir hljóðhraða. Að því leyti sem það samrýmist friðunar- og veiðilöggjöf getur lögreglustjóri, ef nauðsyn ber til, veitt undanþágu frá banni til að nota hljóðdeyfi á öll vopn til þeirra sem nota skotvopn vegna atvinnu sinnar, svo sem við eyðingu vargs eða meindýra í þéttbýli.

Hljóðdeyfi skal skrá í skotvopnaskrá.

Hljóðdeyfi skal geyma í sérútbúnum vopnaskáp í samræmi við 33. gr. reglugerðarinnar.

2. gr.

Við 5. tölul. 1. mgr. 54. gr. reglugerðarinnar bætist: þ. á m. hljóðdeyfi.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 40. gr. vopnalaga nr. 16/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 21. september 2016.

Ólöf Nordal.

Hermann Sæmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.