Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

829/2014

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 506/2007 um takmörkun efna í vélknúnum ökutækjum.

1. gr.

6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Um eftirlit með reglugerð þessari fer samkvæmt XI. kafla efnalaga, nr. 61/2013.

Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga hafa eftirlit með meðferð, notkun og merkingum efna í starfsleyfisskyldri starfsemi sem heyrir undir þau starfsleyfi sem nefndirnar gefa út á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 1. mgr. 6. gr. efnalaga.

2. gr.

7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Um brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar fer samkvæmt XIV. kafla efnalaga, nr. 61/2013.

3. gr.

Í stað viðauka við reglugerðina kemur nýr viðauki, sem birtur er með reglugerð þessari.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í c. lið 1. tölul. og 11. tölul. 11. gr. efnalaga, nr. 61/2013.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2013/28/ESB frá 17. maí 2013 um breytingu á II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/53/EB um úr sér gengin ökutæki, sem vísað er til í tölul. 32e í XX. kafla viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 103/2014, þann 16. maí 2014.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 8. september 2014.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica