Menntamálaráðuneyti

829/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð um námsstyrki, nr. 692/2003, sbr. reglugerð nr. 760/2004.

1. gr.

Stafliður b. í 2. gr. orðast svo:

Sambærilegt nám. Við mat á því hvort sambærilegt framhaldsskólanám verður stundað í heimabyggð eða ekki ræður eigið mat umsækjanda á eðli og gæðum skóla eða einstakra námsáfanga.

2. gr.

2. mgr. 3. gr. orðast svo:

Nefndin auglýsir eftir umsóknum fyrir 1. september ár hvert og skulu umsóknir vegna haustannar hafa borist nefndinni fyrir 15. október sama ár. Nefndin skal auglýsa eftir umsóknum vegna vor- og sumarannar fyrir 1. janúar ár hvert og skulu umsóknir hafa borist nefndinni fyrir 15. febrúar sama ár. Námsstyrkjanefnd er heimilt að veita umsókn viðtöku eftir auglýstan umsóknarfrest og skerða þá styrkinn um einn hundraðshluta fyrir hvern dag fram yfir frestdag, þó að hámarki um 30 hundraðshluta samtals. Berist umsókn meira en 30 dögum eftir auglýstan umsókarfrest skal hún tekin til afgreiðslu með umsóknum næstu annar og mögulegur styrkur koma til útborgunar í lok þeirrar annar. Nefndinni er óheimilt að taka við umsókn sem berst meira en fjórum mánuðum eftir auglýstan umsóknarfrest.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. 8. gr. laga um námsstyrki, nr. 79/2003 og öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytinu, 27. september 2006.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Guðmundur Árnason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica