Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 28. mars 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 31. maí 2023

822/2010

Reglugerð um flutning úrgangs á milli landa.

1. gr. Hlutverk Umhverfisstofnunar.

Umhverfisstofnun gegnir hlutverki lögbærs yfirvalds, sbr. 53. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um flutning úrgangs.

2. gr. Hafnir sem heimilt er að flytja úrgang um.

Í samræmi við 55. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 er einungis heimilt að flytja inn úrgang eða flytja út úrgang um tollhafnir, sbr. tollalög nr. 88/2005.

3. gr. Flutningstilkynningar.

Eyðublöð vegna flutningstilkynninga er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Heimilt er að senda flutningstilkynningar til samþykktar hjá Umhverfisstofnun á ensku, íslensku eða öðru Norðurlandamáli öðru en finnsku, sbr. viðauka VII með reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006.

4. gr. Gjaldtaka.

Umhverfisstofnun innheimtir gjald vegna veittrar þjónustu og verkefna stofnunarinnar vegna þessar reglugerðar í samræmi við gjaldskrá stofnunarinnar.

5. gr. Eftirlit.

Umhverfisstofnun fer með eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar.

6. gr. Viðurlög.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.

7. gr. Gildistaka tiltekinna gerða Evrópubandalagsins.

Eftirfarandi reglugerðir sem vísað er til í tölulið 32c, V. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XX. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 frá 14. júní 2006 um tilflutning úrgangs, sem vísað er til í tölulið 32c, V. kafla, XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/94 og síðan breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 73/2008, frá 25. september 2008. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26 frá 20. maí 2010 - 2010/EES/26/01 bls. 1-98.

    Þrátt fyrir 1. málsl. öðlast EB-reglugerðin gildi hér á landi með eftirfarandi viðbótum:

    1. Að því er varðar útflutning á úrgangi til endurnýtingar (2. kafli IV. bálks reglugerðar (EB)) telst Liechtenstein land sem OECD-ákvörðunin tekur til,
    2. Þegar um ræðir spilliefni sem send eru frá Liechtenstein til förgunar eða endurnýtingar í Sviss er heimilt að nota svissnesk tilkynningar- og flutningsskjöl í stað stöðluðu eyðublaðanna sem fylgja reglugerð (EB) og
    3. Orðin "eða tollsvæði EFTA-ríkjanna" bætist við á eftir orðunum "tollsvæði Bandalagsins" í 29. mgr. 2. gr. reglugerðar (EB).
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 308/2009 frá 15. apríl 2009 um breytingu á III. viðauka A og VI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs til að laga þá að vísindalegum og tæknilegum framförum, sem vísað er til í tölulið 32c, V. kafla, XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/94 og síðan breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 150/2009, frá 4. desember 2009. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 21 frá 29. apríl 2010 - 2010/EES/21/18 bls. 128-131.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 669/2008 frá 15. júlí 2008 um að ljúka við I. viðauka C við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs, sem vísað er til í tölulið 32c, V. kafla, XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/94 og síðan breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 52/2009, frá 24. apríl 2009. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 30. september 2010 - 2010/EES/54/06 bls. 190-198.
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1379/2007 frá 26. nóvember 2007 um breytingu, í því skyni að taka tillit til tækniframfara og breytinga sem hafa verið samþykktar samkvæmt Basel-samningnum á I. viðauka A, I. viðauka B, VII. viðauka og VIII. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs, sem vísað er til í tölulið 32c, V. kafla, XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/94 og síðan breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2008, frá 7. nóvember. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54. frá 30. september 2010 - 2010/EES/54/04 bls. 40-53.
  5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 664/2011 frá 11. júní 2011 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs í því skyni að bæta tilteknum blöndum úrgangs við í III. viðauka A við hana, sem vísað er til í tölulið 32c, V. kafla, XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 70/2012 frá 30. mars 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 24 frá 26. apríl 2012 - 2012/EES/24/19 bls. 438-440.
  6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 413/2010 frá 12. maí 2010 um breytingu á III., IV. og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs til að taka tillit til breytinga sem samþykktar voru með ákvörðun ráðs Efnahags- og framfarastofnunarinnar C(2008) 156, sem vísað er til í tölulið 32c, V. kafla, XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2012 frá 30. apríl 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 27. september 2012 - 2012/EES/54/46 bls. 498-499.
  7. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 135/2012 frá 16. febrúar 2012 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs í því skyni að bæta tilteknum, óflokkuðum úrgangi við í III. viðauka B við hana, sem vísað er til í tölulið 32c, V. kafla, XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 27/2013 frá 1. febrúar 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 16 frá 14. mars 2013 - 2013/EES/16/56, bls. 275-277.
  8. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1418/2007 frá 29. nóvember 2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar sem tilgreindar eru í III. viðauka eða III. viðauka A við reglugerð (EB) nr. 1013/2006 til tiltekinna landa, sem falla ekki undir ákvörðun Efnahags- og framfarastofnunarinnar um eftirlit með flutningi úrgangs yfir landamæri, sem vísað er til í tölulið 32cb, V. kafla XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2014 frá 14. febrúar 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12 frá 27. febrúar 2014 - 2014/EES/12/33 bls. 208-254.
  9. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 740/2008 frá 29. júlí 2008 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 að því er varðar verklagsreglur sem ber að fylgja við útflutning á úrgangi til tiltekinna landa, sem vísað er til í tölulið 32cb, V. kafla XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2014 frá 14. febrúar 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12 frá 27. febrúar 2014 - 2014/EES/12/34 bls. 255-263.
  10. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 967/2009 frá 15. október 2009 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar til tiltekinna landa utan Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), sem vísað er til í tölulið 32cb, V. kafla XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2014 frá 14. febrúar 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12 frá 27. febrúar 2014 - 2014/EES/12/37 bls. 307-311.
  11. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 837/2010 frá 23. september 2010 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar til tiltekinna landa utan Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), sem vísað er til í tölulið 32cb, V. kafla XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2014 frá 14. febrúar 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12 frá 27. febrúar 2014 - 2014/EES/12/40 bls. 316-319.
  12. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 661/2011 frá 8. júlí 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar til tiltekinna landa utan Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), sem vísað er til í tölulið 32cb, V. kafla XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2014 frá 14. febrúar 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12 frá 27. febrúar 2014 - 2014/EES/12/35 bls. 264-266.
  13. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 674/2012 frá 23. júlí 2012 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar til tiltekinna landa utan Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), sem vísað er til í tölulið 32cb, V. kafla, XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2014 frá 14. febrúar 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12 frá 27. febrúar 2014 - 2014/EES/12/36 bls. 267-306.
  14. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 57/2013 frá 23. janúar 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar til tiltekinna landa utan Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), sem vísað er til í tölulið 32cb, V. kafla XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2014 frá 14. febrúar 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12 frá 27. febrúar 2014 - 2014/EES/12/41 bls. 320-321.
  15. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 255/2013 frá 20. mars 2013 um breytingu á I. viðauka C og VII. og VIII. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs til að laga þá að vísindalegum og tæknilegum framförum, sem vísað er til í tölulið 32c, V. kafla, XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 209/2013 frá 8. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 64 frá 14. nóvember 2013 - 2013/EES/64/12 bls. 132-136.
  16. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 733/2014 frá 24. júní 2014 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar til tiltekinna landa utan Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), sem vísað er til í tölulið 32 cb, V. kafla XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 296/2014 frá 12. desember 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 8 frá 5. febrúar 2015 - 2015/EES/8/53, bls. 764-817.
  17. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1234/2014 frá 18. nóvember 2014 um breytingu á III. viðauka B og V. og VIII. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs, sem vísað er til í tölulið 32c, V. kafla XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 230/2015 frá 25. september 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63 frá 15. október 2015, 2015/EES/63/76, bls. 1977-1979.
  18. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2015/2002 frá 10. nóvember 2015 um breytingu á I. viðauka C og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs, sem vísað er til í tölulið 32c, V. kafla XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 101/2016 frá 29. apríl 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 27 frá 12. maí 2016, 2016/EES/27/62, bls. 1367-1397.
  19. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 660/2014 frá 15. maí 2014 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs, sem vísað er til í tölulið 32c, V. kafla XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 230/2015 frá 25. september 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63 frá 15. október 2015, 2015/EES/63/75, bls. 1969-1976.
  20. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2174 frá 19. október 2020 um breytingu á I. viðauka C, III. viðauka, III. viðauka A, IV., V., VII. og VIII. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs, sem vísað er til í tölul. 32c í XX. kafla viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 244/2020, þann 30. desember 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 5 frá 21. janúar 2021, bls. 72-80.
  21. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1840 frá 20. október 2021 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar sem tilgreindar eru í III. viðauka eða III. viðauka A við reglugerð (EB) nr. 1013/2006 til tiltekinna landa, sem falla ekki undir ákvörðun Efnahags- og framfarastofnunarinnar um eftirlit með flutningi úrgangs yfir landamæri, sem vísað er til í lið 32cb í XX. kafla viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 350/2022, þann 9. desember 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 8 frá 26. janúar 2023, bls. 346-407.
  22. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/520 frá 31. mars 2022 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar sem tilgreindar eru í III. viðauka eða III. viðauka A við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 til tiltekinna landa, sem falla ekki undir ákvörðun Efnahags- og framfarastofnunarinnar um eftirlit með flutningi úrgangs yfir landamæri, sem vísað er til í lið 32cb í XX. kafla viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 350/2022, þann 9. desember 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 8 frá 26. janúar 2023, bls. 408-415.

8. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 20. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 frá 14. júní 2006 um tilflutning úrgangs, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 308/2009 frá 15. apríl 2009 um breytingu á III. viðauka A og VI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs til að laga þá að vísindalegum og tæknilegum framförum, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 669/2008 frá 15. júlí 2008 um að ljúka við I. viðauka C við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1379/2007 frá 26. nóvember 2007 um breytingu, í því skyni að taka tillit til tækniframfara og breytinga sem hafa verið samþykktar samkvæmt Basel-samningnum á I. viðauka A, I. viðauka B, VII. viðauka og VIII. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs.

Reglugerðin öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 224/2005 um gildistöku EES-gerða um umsjón og eftirlit með flutningi úrgangs innan, til og frá Evrópubandalaginu.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.