Leita
Hreinsa Um leit

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

820/2010

Reglugerð um breytingu á tilskipunum ráðsins 90/425/EBE og 92/118/EBE að því er varðar heilbrigðiskröfur fyrir aukaafurðir úr dýrum.

1. gr.

Innleiðing.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla, I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007, frá 1. maí 2010, öðlast eftirfarandi EB-gerð gildi hér á landi:

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/33/EB um breytingu á tilskipunum ráðsins 90/425/EBE og 92/118/EBE að því er varðar heilbrigðiskröfur fyrir aukaafurðir úr dýrum. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, frá 30. september 2010, bls. 23.

2. gr.

Þvingunarúrræði og viðurlög.

Um þvingunarúrræði og brot gegn reglugerð þessari er varða viðurlögum fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a - 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, lögum nr. 96/1997 um slátrun og sláturafurðir, 30. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim eða ákvæðum laga nr. 55/1998 um sjávarafurðir.

3. gr.

Eftirlit.

Matvælastofnun annast eftirlit samkvæmt reglugerð þessari.

4. gr.

Lagastoð.

Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli, 29. gr. a laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, 17. gr. a laga nr. 96/1997 um slátrun og sláturafurðir, 31. gr. laga nr. 55/1998 um sjávarafurðir og 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

5. gr.

Gildistaka.

Reglugerðin öðlast þegar gildi. Þó taka efnisákvæði þessarar reglugerðar ekki til kjöts, mjólkur, eggja og hrárra afurða úr þessum matvælategundum fyrr en 1. nóvember 2011.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 26. október 2010.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica