Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

817/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 935/2004 um innflutning gæludýra og hundasæðis.

1. gr.

Við 22. gr. bætist nýr liður:

g) Orthomyxoviridae: Á síðustu þremur vikum fyrir innflutning skal taka blóðsýni til rannsókna á mótefnum gegn orthomyxoveirum (Avian influenza H5 og H7). Reynist sýnið jákvætt er innflutningur óheimill.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 19. gr. laga nr. 54/1990, um innflutning dýra, ásamt síðari breytingum og 17. gr. laga nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, ásamt síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 23. ágúst 2005.

F. h. r.

Ólafur Friðriksson.

Atli Már Ingólfsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.