Umhverfisráðuneyti

817/2002

Reglugerð um mörk fyrir fallryk úr andrúmslofti.

Markmið.
1. gr.

Markmið reglugerðar þessarar er að setja mörk fyrir fallryk, einkum í andrúmsloftinu.


Gildissvið.
2. gr.

Reglugerð þessi gildir um mörk fyrir fallryk úr andrúmslofti. Reglugerðin gildir einnig um atvinnurekstur sem kann að valda fallryksmengun hér á landi utan eigin lóðar. Reglugerðin gildir um athafnir einstaklinga eftir því sem við á.


Skilgreiningar.
3. gr.

Fallryk er ryk sem sest sjálfkrafa á rakt yfirborð.


Styrkur fallryks og sýnataka.
4. gr.

Styrkur fallryks sem ekki er vatnsleysanlegt skal ekki vera yfir 10 g/m² miðað við mánaðarsöfnunartíma.

Við sýnatöku og mælingar á styrk fallryks í sýnum skal fara eftir þeim viðmiðunum og aðferðum sem Hollustuvernd ríkisins samþykkir.

Fallrykssýnum skal safnað þar sem þörf er talin á af hálfu Hollustuverndar ríkisins, heilbrigðisnefnda eða framkvæmdaaðila.


Ráðstafanir.
5. gr.

Þar sem fallryk er yfir umhverfismörkum skulu hlutaðeigandi aðilar grípa til viðeigandi aðgerða til að draga úr rykmenguninni.


Gildistaka.
6. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga hvað varðar skyldur sveitarfélaga, sbr. ákvæði 3. mgr. 9. gr. laga nr. 7/1998.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.


Umhverfisráðuneytinu, 13. nóvember 2002.

F. h. r.
Ingimar Sigurðsson.
Sigurbjörg Sæmundsdóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica