Fjármálaráðuneyti

811/1998

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 359/1998 um bifreiðagjald.

Stofnreglugerð:

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Bifreiðagjald á hverju gjaldtímabili er 6,00 kr. fyrir hvert kg af eigin þyngd bifreiðar allt að 1.000 kg, 8,10 kr. fyrir hvert kg af eigin þyngd bifreiðar umfram það að 3.000 kg, en 2.000 kr. af hverju byrjuðu tonni af eigin þyngd bifreiðar umfram það. Þó skal gjaldið ekki vera lægra en 3.000 kr. og ekki hærra en 36.200 kr. á hverju gjaldtímabili.

2. gr.

D - liður 5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Bifreiðar þegar skráningarmerki hafa verið afhent skráningaraðila til varðveislu í minnst 15 daga samfellt. Undanþága þessi miðast við dagsetningu innlagnar skráningarmerkja. Jafnframt er innheimtumönnum ríkissjóðs heimilt að fella niður bifreiðagjald af ónýtum bifreiðum sem sannarlega hafa ekki verið í notkun á gjaldtímabilinu.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í lögum nr. 39/1998 um bifreiðagjald, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi 1. janúar 1999.

Fjármálaráðuneytinu, 28. desember 1998.

F. h. r.

Jón Guðmundsson.

_______________

Tómas N. Möller.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica