Umhverfisráðuneyti

803/1999

Reglugerð um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á hexaklórsýklóhexani (HCH) í yfirborðsvatn - Brottfallin

I. KAFLI

Markmið, gildissvið o.fl.

Markmið.

1. gr.

            1.1 Markmið reglugerðar þessarar er að koma í veg fyrir mengun með því að setja losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið vegna losunar á HCH.

 

Gildissvið.

2. gr.

            2.1 Reglugerð þessi gildir um losunarmörk vegna losunar á HCH í frárennsli frá atvinnurekstri. Einnig gildir reglugerðin um umhverfismörk og gæðamarkmið vegna HCH í vatni, svo og um tilvísunaraðferðir við mælingar o.fl. þætti tengda losun HCH og um varnir gegn mengun af völdum þess og eftirlit. Reglugerðin gildir um atvinnurekstur hér á landi og í mengunarlögsögunni.

            2.2 Reglugerðin gildir ekki um losun í grunnvatn.

 

Skilgreiningar.

3. gr.

            3.1 Atvinnurekstur er hvers konar starfsemi og framkvæmdir.

            3.2 Besta fáanlega tækni er framleiðsluaðferð og tækjakostur sem bent er til að lág­marka mengun og myndun úrgangs. Tækni nær til framleiðsluaðferðar, tækjakosts, hönnunar mannvirkja, eftirlits og viðhalds búnaðarins og starfrækslu hans. Með fáanlegri tækni er átt við aðgengilega framleiðsluaðferð og tækjakost (tækni) sem þróaður hefur verið til að beita í viðkomandi atvinnurekstri og skal tekið mið af tæknilegum og efnahagslegum að­stæðum. Með bestu er átt við virkustu aðferðina til að vernda alla þætti umhverfisins.

            3.3 Eftirlitsaðilar eru viðkomandi heilbrigðisnefnd og Hollustuvernd ríkisins og fag­giltir skoðunaraðilar sem starfa samkvæmt reglugerð þessari með takmarkaðar heimildir í samræmi við 24. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

            3.4 Einangrun lindans er aðskilnaður lindans úr blöndu myndbrigða af hexaklórsýkló­hexani.

            3.5 Grunnvatn er vatn í gegnmettuðum jarðlögum undir yfirborði jarðar.

            3.6 Gæðamarkmið eru mörk tiltekinnar mengunar í umhverfi (lofti, vatni, jarðvegi, seti eða lífverum) og/eða lýsing á ástandi, sem ákveðið er að gilda eigi fyrir svæði til þess að enn minni hætta sé á að áhrifa mengunar gæti en stefnt er að með umhverfismörkum og til að styðja tiltekna notkun umhverfisins og/eða viðhalda henni til lengri tíma. Gæta skal að skilyrðum í II. viðauka.

            3.7 HCH eru myndbrigði 1, 2, 3, 4, 5, 6-hexaklórsýklóhexans.

            3.8 Lindan er myndefni sem inniheldur a.m.k. 99% γ-myndbrigði af 1, 2, 3, 4, 5, 6­-hexaklórsýklóhexani.

            3.9 Mengun er þegar örverur, efni og efnasambönd og eðlisfræðilegir þættir valda óæskilegum og skaðlegum áhrifum á heilsufar almennings, röskun lífríkis eða óhreinkun lofts, láðs eða lagar. Mengun tekur einnig til ólyktar, hávaða, titrings, geislunar og varma­flæðis og ýmissa óæskilegra eðlisfræðilegra þátta.

            3.10 Mengunarvarnaeftirlit er eftirlit með þeim þáttum sem eiga að fyrirbyggja eða draga úr mengun lofts, 1áðs eða lagar, eftirlit með eiturefnum og hættulegum efnum og fræðsla um þessi mál. Vöktun umhverfisins telst til mengunarvarnaeftirlits.

            3.11 Losunarmörk eru mörk fyrir leyfilega losun, sem óheimilt er að fara yfir á einu eða fleiri tímabilum. Mörkin geta verið tilgreind sem massi, rúmmál, styrkur eða aðrar breytur.

            3.12 Umhverfismörk eru mörk sem óheimilt er að fara yfir í tilteknu umhverfi á tilteknum tíma og sett eru til að takmarka mengun umhverfis á grundvelli vísindalegrar þekkingar í því skyni að koma í veg fyrir eða draga úr skaðlegum áhrifum á heilsu manna og/eða umhverfið. Umhverfismörk geta verið sett til að vernda umhverfið í heild eða tiltekna þætti þess. Gæta skal að gildum í I. viðauka.

            3.13 vatn er grunnvatn og yfirborðsvatn.

            3.14 Viðtaki er svæði sem tekur við mengun og þynnir hana eða eyðir.

            3.15 Yfirborðsvatn er kyrrstætt eða rennandi yfirborðsvatn, straumvötn, stöðuvötn, jöklar svo og strandsvæði og strandsjór.

 

II. KAFLI

Umsjón.

Hlutverk Hollustuverndar ríkisins og heilbrigðisnefnda.

4. gr.

            4.1 Heilbrigðisnefndum, undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins, og Hollustuvernd ríkisins ber að sjá um að ákvæðum reglugerðarinnar sé framfylgt.


 

III. KAFLI

Meginreglur.

Losunarmörk o.fl.

5. gr.

            5.1 Öll bein losun á HCH er óheimil.

            5.2 Losun á HCH sem ekki fer í fráveitur skal vera í samræmi við leiðbeiningar heilbrigðisnefndar.

 

6. gr.

            6.1 Losunarmörk fyrir losun á HCH skulu vera í samræmi við I. viðauka.

            6.2 Í undantekningartilvikum er heimilt í stað ákvæða um losunarmörk að setja í starfsleyfi ákvæði um umhverfismörk eða gæðamarkmið, sbr. ákvæði í II. og IV. viðauka.         

            6.3 Tilvísunaraðferðir við greiningu á HCH er í 1. mgr. III. viðauka. Heimilt er að nota aðrar aðferðir við greininguna sem Hollustuvernd ríkisins metur jafngóðar. Við mæl­ingar á frárennsli skal fara eftir 2. mgr. III. viðauka.

            6.4 Undir eðlilegum kringumstæðum gilda losunarmörkin á þeim stað þar sem frá­veituvatn sem inniheldur HCH er losað frá atvinnurekstrinum. Þó er heimilt í þeim tilvikum þar sem fráveituvatn er meðhöndlað í hreinsivirki á öðrum stað en við atvinnureksturinn að láta losunarmörk gilda þar.

 

Starfsleyfisskylda.

7. gr.

            7.1 Atvinnurekstur sem losar HCH er starfsleyfisskyldur og skal búinn bestu fáanlegri tækni. Starfsleyfi fyrir þennan rekstur verða að fela í sér ákvæði sem uppfylla kröfur þær sem koma fram í I. viðauka nema II. og IV. viðauki eigi við. Að öðru leyti skal gæta ákvæða reglugerðar um varnir gegn mengun vatns.

 

IV KAFLI

Ýmis ákvæði.

Söfnun upplýsinga.

8. gr.

            8.1 Hollustuvernd ríkisins ber ábyrgð á að safna upplýsingum um m.a.:

1. Starfsleyfi þar sem fram koma losunarmörk fyrir HCH.

2. Niðurstöður skráningar á HCH sem losað er í vatn.

3. Niðurstöður mælinga sem gerðar hafa verið af eftirlitsaðilum til að ákvarða HCH­-magn.

4. Annað sem máli skiptir.

            8.2 Þegar við á safnar viðkomandi heilbrigðisnefnd upplýsingum, sbr. 1. mgr., og sendir Hollustuvernd ríkisins.

            8.3 Upplýsingasöfnun og skýrslugerð skal vera í samræmi við reglugerð um varnir gegn mengun vatns.

 

V. KAFLI

Aðgangur að upplýsingum, þvingunarúrræði, viðurlög o.tl.

Aðgangur að upplýsingum.

9. gr.

            9.1 Um aðgang að upplýsingum fer samkvæmt lögum um upplýsingamiðlun og aðgang að upplýsingum um umhverfismál nr. 21/1993, upplýsingalögum nr. 50/1996 og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.


 

Þagnarskylda eftirlitsaðila.

10. gr.

            10.1 Eftirlitsaðilar og aðrir sem starfa samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar eru bundnir þagnarskyldu um atriði sem varða framleiðslu- og verslunarleynd. Sama gildir um atriði sem þeir fá vitneskju um og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þagnar­skyldan helst þótt látið sé af starfi.

            10.2 Upplýsingar og tilkynningar eftirlitsaðila til fjölmiðla skulu vera efnislega rök­studdar og þess gætt að einstakar atvinnugreinar, stofnanir eða fyrirtæki bíði ekki tjón og álitshnekki að óþörfu.

 

Valdsvið og þvingunarúrræði.

11. gr.

            11.1 Til að knýja á um ráðstafanir samkvæmt reglugerð þessari skal fylgja þeim þving­unarúrræðum sem mælt er fyrir um í IX. kafla reglugerðar um mengunarvarnaeftirlit þegar við á. Annars gilda ákvæði VI. kafla laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 um valdsvið og þvingunarúrræði.

 

Viðurlög.

12. gr.

            12.1 Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau að auki varða fangelsi allt að fjórum árum.

            12.2 Sektir má ákvarða lögaðila þó að sök verði ekki sönnuð á fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans eða aðra þá einstaklinga sem í þágu hans starfa, enda hafi brotið orðið eða getað orðið til hagsbóta fyrir lögaðilann.

 

VI. KAFLI

Lagastoð, gildistaka o.fl.

13. gr.

            13.1 Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustu­hætti og mengunarvarnir, og samkvæmt 9. gr. laga nr. 32/1986, um varnir gegn mengun sjávar. Jafnframt er reglugerðin sett að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga hvað varðar skyldur sveitarfélaga, sbr. ákvæði 3. mgr. 9. gr. laga nr. 7/1998.

            13.2 Reglugerðin er sett með hliðsjón af 11. tölul. XX. viðauka EES-samningsins (tilskipun 84/491/EBE).

            13.3 Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

 

Umhverfisráðuneytinu, 29. október 1999.

 

Siv Friðleifsdóttir.

Magnús Jóhannesson.


 

I. VIÐAUKI

Losunarmörk ásamt tilhögun eftirlits með losun.

1. Losunarmörk.

Tegund iðnaðara)

Mælieining

Losunarmörkd)

1. Iðjuver sem framleiðir HCH

Grömm af HCH í hverju tonni af framleiddu HCHb)

 

2

Milligrömm af HCH í hverjum lítra sem losaður er C)

2

2. Iðjuver sem vinnur lindan

Grömm af HCH í hverju tonni af HCH sem meðhöndlaður er b)

4

Milligrömm af HCH í hverjum lítra sem losaður er C)

2

3. Iðjuver þar sem HCH er framleitt

og vinnsla lindans fer fram

Grömm af HCH í hverju tonni af framleiddu HCHb)

5

Milligrömm af HCH í hverjum lítra sem losaður er C)

2

 

a) Losunarmörkin í töflunni ná einnig til frárennslis af völdum lindanblöndunar á sama stað.

Losunarmörk fyrir aðrar tegundir iðnaðar en þeirra, sem meðhöndla HCH og ekki er fjallað um hér í töflunni og einkum iðjuver sem blanda lindan og framleiða verndarefni fyrir plöntur, við og kapla skulu ákveðin í starfsleyfum. Losunarmörk frá slíkum verksmiðjum skal ákveða með hliðsjón af fullkomnustu tækni sem völ er á.

b) Losunarmörk miðað við magn (mánaðarlegt meðaltal).

c) Losunarmörk miðað við styrk (veginn meðalstyrkur HCH í frárennsli).

d) Losunarmörk fyrir heildarmagn HCH sem er fyrir hendi í öllu frárennsli vatns sem inniheldur HCH og er upprunnið frá svæði því sem iðjuverið stendur á.

­­­­­1.         Losunarmörk sem gefin eru upp sem styrkur og ekki má í grundvallaratriðum fara yfir eru sett fram í töflunni hér að framan. Í engum tilvikum mega losunarmörk sem gefin eru upp sem hámarksstyrkur vera hærri en þau sem gefin eru upp sem þyngd deilt með vatnsnotkun á hvert tonn af HCH sem framleitt er eða meðhöndlað.

Ætíð skal virða losunarmörkin, miðað við þyngd, sem gefin eru upp í töflunni hér að framan sem magn af losuðu HCH í hlutfalli við magn af HCH sem framleitt er, unnið eða meðhöndlað.

3.         Losunarmörkin fyrir daglegt meðaltal samsvara tvöföldum losunarmörkunum fyrir mánaðarlegt meðaltal sem gefin eru upp í töflunni hér að framan þegar eftirlit fer fram í samræmi við ákvæði 4. og 5. mgr. hér að aftan.

4.         Nauðsynlegt er að koma á eftirliti til að ganga úr skugga um hvort magn mengunarefna í frárennsli sé innan þeirra losunarmarka sem sett hafa verið í samræmi við reglugerð þessa. Kveða skal á um hvernig beri að taka sýni, greina þau, mæla frárennslið og magn þess HCH sem framleitt er eða meðhöndlað. Ef ómögulegt reynist að ákvarða það magn HCH sem framleitt er eða meðhöndlað er má í mesta lagi grundvalla tilhögun eftirlits á því magni HCH sem líklegt er að framleitt verði eða meðhöndlað á því tímabili sem um ræðir og að teknu tilliti til þeirra takmarkana sem leyfið byggist á.

5.         Tekið skal sýni sem er dæmigert fyrir frárennsli á einum sólarhring. Reikna verður út það HCH-magn sem losað er á einum mánuði á grundvelli daglegs magns af HCH sem losað er. Þó má taka upp einfaldaða aðferð við eftirlit ef í hlut eiga iðjuver sem losa ekki meira en 3 kg af HCH á ári.

 

II. VIÐAUKI

Umhverfismörk og gæðamarkmið.

            Í samræmi við ákvæði 6. og 7. gr. reglugerðarinnar er heimilt að beita umhverfis­mörkum og gæðamarkmiðum í stað losunarmarka, skv. 1.-4. tölul. hér á eftir:

1.         Eftirfarandi umhverfismörk og gæðamarkmið[1][1] eru sett með það að markmiði að koma í veg fyrir mengun vatns.[2][2]

1.1.      Heildarstyrkur HCH í yfirborðsvatni á landi, þar sem áhrifa fráveituvatns gætir, má ekki fara yfir 100 μg/lítra.

1.2.      Heildarstyrkur uppleysts HCH í vatni í ármynni og umhverfi má ekki fara yfir 20 μg/lítra.

1.3.      Þegar um er að ræða vatn sem ætlað er til nýtingar sem drykkjarvatn skal HCH-innihald samrýmast þeim skilyrðum sem sett eru í reglugerð um neysluvatn.

2.         Að viðbættum ofannefndum skilyrðum skal HCH-styrkur í yfirborðsvatni á landi mældur af eftirlitsaðilum og niðurstöðurnar bornar saman við heildarstyrk HCH í 50 μg/lítra.

Sé ekki farið að þessum skilyrðum á einum tilteknum mælistað ber að skýra Hollustuvernd ríkisins frá því.

3.         Heildarstyrkur HCH í seti og/eða í skelfiski og/eða í lindýrum og/eða fiski má ekki aukast að marki með tímanum.

4.         Ef mörg gæðamarkmið gilda fyrir vatn á tilteknu svæði skulu gæði vatns vera nægileg til að fullnægja hverju og einu þessara markmiða.

 

III. VIÐAUKI

Aðferðir við mælingar.

1.         Tilvísunaraðferð sú sem notuð er til að ákvarða magn efnanna sem um ræðir í útstreymi og í vatni er gasgreining á súlu með rafeindadrægigreiningu eftir skiljun með viðeigandi leysiefni og hreinsimiðli. Nákvæmni og hittni aðferðarinnar skal vera ± 50% í magni sem er tvöfalt meira en greiningarmörkin:

                Greiningarmörkin skulu vera:

- ef um er að ræða frárennsli, einn tíunda hluta þess styrks sem leyfilegur er á sýna­tökustað,

- ef um er að ræða vatnasvæði þar sem gæðamarkmið gilda:

i) fyrir yfirborðsvatn á landi, einn tíunda hluta þess styrks sem mælt er fyrir um með umhverfismörkunum,

ii) fyrir vatn í ármynni og landhelgi, einn fimmta hluta þess styrks sem mælt er fyrir um með umhverfismörkum,

- ef um er að ræða set, μg/kg þurrvigtað;

- ef um er að ræða lífverur, μg/kg blautvigtað.

2.         Mæla verður rennsli með nákvæmninni ± 20%.

 

IV. VIÐAUKI

Tilhögun eftirlits með umhverfismörkum og gæðamarkmiðum.

1.         Í hvert sinn sem leyfi er vent samkvæmt þessari reglugerð skal setja sérstök ákvæði í starfsleyfi um tilhögun eftirlits og fresti til að tryggja að viðeigandi umhverfismörkum og gæðamarkmiðum sé fylgt.

2.         Hollustuvernd ríkisins skal tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA um:

- losunarstaði og dreifingarleiðir,

- svæðið þar sem gæðamarkmiðunum er bent,

- staðsetningu sýnatökustaða,

- sýnatökutíðni,

- sýnatöku- og mæliaðferðir,

- fengnar niðurstöður.

3.        Sýni skulu gefa nægilega góða mynd af ástandi vatnsins á því svæði þar sem áhrifa losunarinnar gætir, þau skulu tekin nægilega oft til að hægt sé að greina sérhverja breytingu á vatninu, einkum að teknu tilliti til náttúrlegra sveiflna í vatnasviðinu.

 

 

 



[1] Styrkurinn sem tilgreindur er í 1.1. og 1.2. er lágmarksskilyrði sem nauðsynlegt er til að vernda líf í vatni fyrir mengun.

 

[2] Ef frá eru talin gæðamarkmiðin í lið 1.3, miðast allar tölur um styrk við reiknað meðaltal niðurstaðnanna sem fást á einu ári.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica