Umhverfisráðuneyti

798/2002

Reglugerð um kakó- og súkkulaðivörur.

1. gr.
Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um kakó- og súkkulaðivörur sem skilgreindar eru í A hluta, viðauka 1. Reglugerðin gildir ekki um vörur sem ætlaðar eru til útflutnings til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Ekki er heimilt að markaðssetja þær vörur sem skilgreindar eru í A hluta viðauka 1, nema í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar.


2. gr.
Jurtafita.

Heimilt er að bæta jurtafitu, sbr. viðauka 2, annarri en kakósmjöri, í þær súkkulaðivörur sem eru skilgreindar í 3., 4., 5., 6., 8. og 9. tölul. í A hluta viðauka 1.

Jurtafita skal ekki fara yfir 5% af fullunninni vöru eftir að heildarþungi annars neysluhæfs efnis, sem er notað í samræmi við B hluta viðauka 1, hefur verið dreginn frá, án þess að með því sé minnkað lágmarks innihald kakósmjörs eða heildarmagn kakóþurrefnis.

Heimilt er að markaðssetja súkkulaðivörur sem skv. 1. mgr. innihalda jurtafitu aðra en kakósmjör að því tilskildu að til viðbótar merkingu þeirra, sbr. ákvæði 3. gr., sé áberandi og auðlæsileg yfirlýsing: "Inniheldur jurtafitu auk kakósmjörs". Yfirlýsing þessi skal birtast á sama stað og upptalning innihaldsefna eru tilgreind, en greinilega aðskilin frá þeirri upptalningu, með letri sem er a.m.k. jafnstórt og feitt og nálægt vöruheitinu. Þrátt fyrir þessa kröfu má vöruheitið einnig koma fram annars staðar á umbúðum.


3. gr.
Merkingar.

Auk þess að uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 588/1993 um merkingu, auglýsingu og kynningu matvæla með síðari breytingum skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram á umbúðum um kakó- og súkkulaðivörur:

a) Heiti vörunnar í samræmi við skilgreiningar í A hluta viðauka 1;
b) ef vörurnar sem skilgreindar eru í 3., 4., 5., 6., 7. og 10. tölul. í A hluta viðauka 1 eru seldar í blönduðu úrvali er heimilt að "Úrval af súkkulaði" eða "Úrval af fylltu súkkulaði" eða áþekk heiti komi í stað vöruheitanna. Í slíkum tilvikum er heimilt að birta eina innihaldslýsingu fyrir allar vörurnar í hinu blandaða úrvali;
c) í merkingum kakó- og súkkulaðivara sem eru skilgreindar í 2.c, 2.d, 3., 4., 5., 8. og 9. tölul. í A hluta viðauka 1 skal koma fram hvert heildarmagn kakóþurrefnis er með því að fella inn eftirfarandi: "Kakóþurrefni:........% að lágmarki";
d) í merkingum kakó- og súkkulaðivara sem eru skilgreindar í 2.b og 2.d tölul. í A hluta viðauka 1 skal koma fram í merkingu hvert magn kakósmjörs er;
e) við heitin "Suðusúkkulaði", "Mjólkursúkkulaði" og "Hjúpsúkkulaði" er heimilt að bæta tilvísun til ákveðinna gæða vörunnar ef:
§ Í suðusúkkulaðinu eru a.m.k. 43% af kakóþurrefnum, þar af a.m.k. 26% kakósmjör;
§ í mjólkursúkkulaðinu eru a.m.k. 30% kakóþurrefni og a.m.k. 18% mjólkurþurrefni fengin með þykkingu eða þurrkun á nýmjólk, léttmjólk, undanrennu, rjóma, smjöri eða mjólkurfitu, þar af a.m.k. 4,5% mjólkurfita;
§ í hjúpsúkkulaði er a.m.k. 16% fitusnautt kakóþurrefni.


4. gr.
Eftirlit.

Heilbrigðisnefndir hafa undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins, hver á sínum stað, eftirlit með því að farið sé að ákvæðum þessarar reglugerðar.


5. gr.
Viðurlög.

Með brot gegn reglugerð þessari skal farið samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli samanber og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.


6. gr.
Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli samanber og lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í II. viðauka XII. kafla (tilskipun 2000/36/EBE um kakó- og súkkulaðivörur). Einnig með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu. Við gildistöku reglugerðar þessarar fellur úr gildi reglugerð nr. 218/1996 um kakó- og súkkulaðivörur.

Ákvæði til bráðabirgða.

Fyrir kakó- og súkkulaðivörur sem eru hér á markaði við gildistöku þessarar reglugerðar og ekki eru í samræmi við ákvæði hennar er veittur frestur til 1. janúar 2004 til að koma á breytingum til að uppfylla kröfur reglugerðar þessarar. Hafi breytingar ekki verið gerðar að þeim tíma liðnum er sala vörunnar óheimil.


Umhverfisráðuneytinu 21. október 2002.

Siv Friðleifsdóttir.
Ingimar Sigurðsson.VIÐAUKI 1
Vöruheiti, skilgreiningar og eiginleikar afurða.

A hluti
Vöruheiti og skilgreiningar.
1. Kakósmjör.
Kakósmjör er fita sem fæst úr kakóbaunum eða hluta þeirra og skal ekki innihalda fríar fitusýrur yfir 1,75% (gefið upp sem olíusýra) eða ósápanlegt efni yfir 0,5% (ákvarðað með petróleum eter). Þegar um er að ræða pressað kakósmjör skal ósápanlegt efni ekki fara yfir 0,35%.
  
2. (a) Kakó, kakóduft.
Vara sem fæst með því að breyta hreinsuðum, afhýddum og ristuðum kakóbaunum í duft. Varan skal innihalda a.m.k. 20% kakósmjör miðað við þyngd þurrefnis og að hámarki 9% vatn.
(b) Fituskert kakó, fituskert kakóduft.
Kakóduft sem inniheldur minna en 20% kakósmjör miðað við þyngd þurrefnis.
(c) Súkkulaðiduft.
Vara sem fæst með því að blanda saman kakódufti og sykri og inniheldur a.m.k. 32% kakóduft.
(d) Súkkulaði í drykki, sykrað kakó, sykrað kakóduft.
Vara sem fæst með því að blanda saman kakódufti og sykri og inniheldur a.m.k. 25% kakóduft. Þegar varan er fituskert sbr. skilgreiningu í (b) lið skal orðið "Fituskert" koma fram í heiti vörunnar.
 
3. Suðusúkkulaði.
(a) Vara sem framleidd er úr kakóvörum og sykri og inniheldur a.m.k. 35% kakóþurrefni að heildarmagni, þar með talið a.m.k. 18% kakósmjör og a.m.k. 14% fitusnautt kakóþurrefni.
(b) Súkkulaðispænir/súkkulaðiflögur.
Súkkulaði í spónum eða flögum sem skal innihalda a.m.k. 32% kakóþurrefni að heildarmagni, þar með talið a.m.k. 12% kakósmjör og a.m.k. 14% fitusnautt kakóþurrefni.
Hjúpsúkkulaði.
Súkkulaði sem inniheldur a.m.k. 35% kakóþurrefni að heildarmagni, þar með talið a.m.k. 31% kakósmjör og a.m.k. 2,5% fitusnautt kakóþurrefni.
Súkkulaðihnetumassi ("Gianduja" eða annað orð dregið af "gianduja").
Vara sem annars vegar er framleidd úr súkkulaði sem í er a.m.k. 32% kakóþurrefni að heildarmagni, þar af a.m.k. 8% fitusnauð kakóþurrefni, og hins vegar framleidd úr minnst 20% og mest 40% af fínmöluðum heslihnetum. Einnig er heimilt að bæta við:
- Mjólk og/eða mjólkurþurrefni þó þannig að fullunnin vara innihaldi ekki meira en 5% mjólkurþurrefni;
- möndlum, heslihnetum og öðrum hnetutegundum, annað hvort heilum eða í bitum, þó þannig að samanlagt magn, ásamt möluðu heslihnetunum, sé ekki meira en 60% af heildarþyngd vörunnar.
 
4. Mjólkursúkkulaði.
(a) Vara sem framleidd er úr kakóvörum, sykri og mjólk eða mjólkurvörum og inniheldur:
- fitu samtals a.m.k. 25% (kakósmjör og mjólkurfita);
- kakóþurrefni samtals a.m.k. 25%;
- mjólkurþurrefni samtals a.m.k. 14%, fengin með þykkingu eða þurrkun á nýmjólk, léttmjólk, undanrennu, rjóma, smjöri eða mjólkurfitu;
- fitusnauð kakóþurrefni samtals a.m.k. 2,5%;
- mjólkurfitu samtals a.m.k. 3,5%.
(b) Mjólkursúkkulaðispænir/mjólkursúkkulaðiflögur.
Mjólkursúkkulaði í spónum eða flögum, skal innihalda a.m.k. 20% kakóþurrefni að heildarmagni, 12% mjólkurþurrefni, fengin með þykkingu eða þurrkun á nýmjólk, léttmjólk, undanrennu, rjóma, smjöri eða mjólkurfitu og a.m.k. 12% fitu alls (kakósmjör og mjólkurfita).
Hjúpmjólkursúkkulaði.
Vara sem inniheldur a.m.k. 31% fitu að heildarmagni (kakósmjör og mjólkurfita).
Mjólkursúkkulaðihnetumassi ("Gianduja" eða annað orð dregið af "gianduja").
Vara sem annars vegar er framleidd úr mjólkursúkkulaði sem í eru a.m.k. 10% mjólkurþurrefni, fengin með þykkingu eða þurrkun á nýmjólk, léttmjólk, undanrennu, rjóma, smjöri eða mjólkurfitu, og hins vegar úr fínmöluðum heslihnetum að lágmarki 15% og að hámarki 40%. Möndlum, heslihnetum og öðrum hnetutegundum má bæta við, annaðhvort heilum eða í bitum, þó þannig að samanlagt, ásamt möluðu heslihnetunum, séu þær ekki meira en 60% af heildarþyngd vörunnar.
(c) Þar sem orðinu "mjólk" í þessu heiti er skipt út fyrir orðið:
"Rjómi" skal varan innihalda a.m.k. 5,5% mjólkurfitu;
"Undanrenna" skal varan innihalda að hámarki 1% mjólkurfitu.
  
5. Ljóst mjólkursúkkulaði.
Vara sem er framleidd úr kakóvörum, sykri og mjólk eða mjólkurvörum og inniheldur a.m.k. 20% kakóþurrefni að heildarmagni, 20% mjólkurþurrefni, fengin með þykkingu eða þurrkun á nýmjólk, léttmjólk, undanrennu, rjóma, smjöri eða mjólkurfitu, 2,5% fitusnautt kakóþurrefni, 5% mjólkurfitu og 25% fitu að heildarmagni (kakósmjör og mjólkurfita).
 
6. Hvítt súkkulaði.
Vara sem er framleidd úr kakósmjöri, mjólk eða mjólkurvörum og sykri og inniheldur a.m.k.:
- 20% kakósmjör;
- mjólkurþurrefni samtals a.m.k. 14%, fengin með þykkingu eða þurrkun á nýmjólk, léttmjólk, undanrennu, rjóma, smjöri eða mjólkurfitu, þar af mjólkurfita a.m.k. 3,5%.
 
7. Fyllt súkkulaði eða súkkulaði með fyllingu.
Fyllt vara þar sem ysta lagið er úr einni af þeim vörum sem eru skilgreindar í 3., 4., 5. og 6. tölul. Ysta lagið skal vera a.m.k. 25% af heildarþyngd vörunnar. Skilgreiningin gildir ekki um vörur sem eru fylltar með bakarísvörum, sætabrauði, kexi eða neysluhæfum ís.
 
8. Chocolate a la taza.
Vara sem er framleidd úr kakóvörum, sykri og mjöli eða hveiti-, hrísgrjóna- eða maíssterkju. Varan skal innihalda a.m.k. 35% kakóþurrefni að heildarmagni, þar með talið a.m.k. 18% kakósmjör og a.m.k. 14% fitusnautt kakóþurrefni og ekki yfir 8% mjöl eða sterkju.
 
9. Chocolate familiar a la taza.
Vara sem er framleidd úr kakóvörum, sykri og mjöli eða hveiti-, hrísgrjóna- eða maíssterkju. Varan skal innihalda a.m.k. 30% (heildar) kakóþurrefni, þar með talið a.m.k. 18% kakósmjör og a.m.k. 12% fitusnautt kakóþurrefni og ekki yfir 18% mjöl eða sterkju.
 
10. Konfekt.
Vara sem er einn munnbiti að stærð og gerð úr:
- fylltu súkkulaði eða hreinu súkkulaði eða
- samsettu súkkulaði eða blöndu af súkkulaði, sbr. skilgreiningar í 3., 4., 5. eða 6. tölul. og öðrum neysluhæfum efnum. Súkkulaðið skal vera a.m.k. 25% af heildarþyngd vörunnar.B hluti
Valfrjáls, leyfileg innihaldsefni.

1. Heimilt er að bæta öðrum neysluhæfum efnum í súkkulaðivörurnar sem eru skilgreindar í 3., 4., 5., 6., 8. og 9. tölul. í A hluta þessa viðauka. Þó er óheimilt að bæta við:
- Dýrafitu og efnablöndum úr henni sem ekki eru eingöngu úr mjólk;
- mjöli og sterkju í korn- eða duftformi nema því aðeins að viðbótin sé í samræmi við skilgreiningar sem mælt er fyrir um í 8. og 9. tölul. í A hluta þessa viðauka.
Magn viðbættra efna skal ekki fara yfir 40% af heildarþyngd fullunninnar vöru.
2. Í þær vörur sem eru skilgreindar í 2., 3., 4., 5., 6., 8. og 9. tölul. í A hluta þessa viðauka er aðeins heimilt að bæta bragðefnum sem ekki eru eftirlíking af súkkulaði- eða mjólkurfitubragði.


C hluti
Útreikningar.

Reikna skal lágmarksinnihald í vörunum í 3., 4., 5., 6., 8. og 9. tölul. í A hluta þessa viðauka eftir að þyngd innihaldsefnanna sem kveðið er á um í B hluta hefur verið dregin frá. Þegar um er að ræða vörurnar í 7. og 10. tölulið í A hluta þessa viðauka skal reikna lágmarksinnihald eftir að þyngd innihaldsefnanna sem kveðið er á um í B hluta hefur verið dregin frá ásamt þyngd fyllingar.

Reikna skal súkkulaðiinnihald varanna, sem eru skilgreindar í 7. og 10. tölul. í A hluta þessa viðauka að teknu tilliti til heildarþyngdar fullunninnar vöru ásamt fyllingu.


D hluti
Sykur.

Sykur í þessari reglugerð takmarkast ekki eingöngu við sykur og sykurvörur sem fjallað er um í reglugerð nr. 426/1995 með síðari breytingum, heldur er heimilt að nota annan sykur sem ætlaður er til manneldis.VIÐAUKI 2
Jurtafita sem um getur í 2. gr.


Jurtafitan sem um getur skv. reglugerð þessari er, ein sér eða í blöndu, kakósmjörsígildi og skal uppfylla eftirfarandi viðmið:

a) jurtafita án lársýru og er auðug af samhverfum, einómettuðum þríglýseríðum af gerðinni POP, POSt og StOSt1;
b) hún blandast í öllum hlutföllum við kakósmjör og samrýmist eðliseiginleikum þess (bræðslumarki, hitastigi kristöllunar, bræðsluhraða og temprun);
c) er einvörðungu framleidd með hreinsunar- og/eða skiljunaraðferðum sem útilokar ensímatískar breytingar á byggingu þríglýseríðanna.

Heimilt er, í samræmi við viðmiðanirnar hér að framan, að nota jurtafitu sem er fengin úr þeim plöntum sem eru taldar upp hér að neðan:

Venjuleg heiti jurtafitu
Vísindaheiti plantnanna sem unnt er að framleiða fitutegundirnar úr
1. Illípesmjör, Borneótólg eða Tengkawang
2. Pálmaolía

3. Salsmjör
4. Sheasmjör
5. Kokúmolía
6. Mangókjarnaolía
Shorea tegundir
Elaeis guineensis
Elaeis olifera
Shorea robusta
Butyrospermum parkii
Garcinia indica
Mangifera indicaÞá er heimilt að nota kókosfeiti í súkkulaði sem er notað til framleiðslu á ís og frosnum vörum.


1 P(palmitínsýra), O (olíusýra), St (sterínsýra).

Reglugerð sem fellur brott:


Þetta vefsvæði byggir á Eplica