Fara beint í efnið

Prentað þann 26. apríl 2024

Breytingareglugerð

786/2022

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 201/2020 um einangrun og einangrunarstöðvar fyrir gæludýr.

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Ráðherra er heimilt að veita tímabundið leyfi til reksturs einangrunarstöðvar fyrir hunda og ketti sem flutt eru inn frá Úkraínu samkvæmt reglugerð nr. 590/2022. Einangrunarstöðin skal uppfylla skilyrði reglugerðar þessarar en þó að undanþeginni 2. og 3. mgr. 3. gr. sem og með undanþágu samkvæmt viðauka I við reglugerð nr. 590/2022.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, með síðari breytingum og lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, með síðari breytingum, lögum nr. 55/2013 um velferð dýra, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Matvælaráðuneytinu, 15. júní 2022.

Svandís Svavarsdóttir.

Kolbeinn Árnason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.