Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

779/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skoðun ökutækja, nr. 378 29. júní 1998. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Ákvæði til bráðabirgða í viðauka II orðist svo:

Til 31. desember 1999 er heimilt að:

-               skoða bifreið sem er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd á skoðunarstofu II sem hefur tæki til að mæla hemlunarvirkni í akstri, sbr. 3. gr., enda sé fjarlægð að næstu skoðunarstofu I yfir 35 km,

-                               skoðunarstofa II, endurskoðunarverkstæði og annað verkstæði, þar sem skoðunarstofa annast skoðun ökutækja, og skoðunarstofa I utan höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar, sé ekki búin tæki til að mæla reykþykkni frá dísilhreyfli bifreiðar,

-               endurskoðunarverkstæði og annað verkstæði, þar sem skoðunarstofa annast skoðun ökutækja, sé ekki búið hreyfiplötu og hljóðstyrksmæli.

Til 31. desember 2005 er heimilt að skoðunarstofur á skoðunarsvæði í Vestfjarðakjördæmi séu í flokki II, enda verði séð fyrir viðunandi aðstöðu til að mæla hemlun ökutækja sem eru yfir 3.500 kg.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 60. og 67. gr. umferðarlaga nr. 50 30. mars 1987, sbr. lög nr. 44 7. maí 1993, öðlast gildi 1. janúar 1999.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 23. desember 1998.

Þorsteinn Pálsson.

Benedikt Bogason.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica