Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

766/2017

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi á landi.

1. gr.

Við 2. mgr. 38. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:

  1. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2016/2309/ESB frá 16. desember 2016 um fjórðu að­lögun á viðaukunum við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/68/EB um flutning á hættu­legum farmi á landi og skipgengum vatnaleiðum að framförum á sviði vísinda og tækni, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 60/2017, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 24, frá 20. apríl 2017, bls. 678-679.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 2. mgr. 50. gr. og 5. mgr. 73. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 17. ágúst 2017.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Valgerður B. Eggertsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica