Leita
Hreinsa Um leit

Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

761/2007

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 1095/2005 um próf til að öðlast réttindi til þess að vera héraðsdómslögmaður ásamt síðari breytingum.

1. gr.

2. málsl. 2. mgr. 3. gr. orðast svo:

Skal auglýsa þau með hæfilegum fyrirvara sem aldrei skal vera skemmri en hálfur mánuður.

2. gr.

2. málsl. 1. mgr. 4. gr. falli brott.

3. gr.

1. mgr. 7. gr. orðast svo:

Bókleg prófraun er annars vegar fólgin í prófum í fyrri hluta prófraunar, sbr. 2. mgr. 9. gr., og hins vegar í námskeiði með tilheyrandi verkefnavinnu og eftir atvikum prófum, skv. nánari ákvörðun prófnefndar, í síðari hluta prófraunar, sbr. 3. mgr. 5. gr.

4. gr.

2. mgr. 10. gr. orðast svo:

Ef maður mætir ekki í próf eða stenst það ekki á hann þess ekki kost að þreyta prófið að nýju fyrr en næst þegar námskeið og próf verða haldin og skal hann þá greiða fyrir það sérstakt gjald.

5. gr.

Í stað orðanna "ári síðar" í 2. málsl. 1. mgr. 13. gr. kemur: innan tveggja ára.

6. gr.

1. málsl. 1. mgr. 14. gr. orðast svo:

Þeir einir teljast hafa lokið bóklegri prófraun að fullu sem sótt hafa námskeið og eftir atvikum lokið prófum, í síðari hluta prófraunar með fullnægjandi hætti að mati prófnefndar.

7. gr.

15. gr. orðast svo:

Prófmaður skal leggja fyrir prófnefnd vottorð sjálfstætt starfandi lögmanns um að hann hafi þreytt verklega prófraun. Prófraunina skal prófmaður hafa þreytt eftir að hann hefur staðist fyrri hluta próf og innan árs frá því hann lýkur bóklegri prófraun að fullu. Prófnefnd er heimilt að framlengja þann frest í sérstökum tilvikum.

Verkleg prófraun er fólgin í því að veita lögmanninum aðstoð við flutning eins máls fyrir héraðsdómi þ. á m. að veita honum aðstoð við að afla sönnunargagna og undirbúning málflutningsræðu og aðra þætti aðalmeðferðar málsins. Prófmanni ber jafnframt að vera lögmanninum til aðstoðar við aðalmeðferð málsins.

Áður en prófraun er þreytt skal prófmaður leita staðfestingar prófnefndar á því að dómsmálið sé þess eðlis að með aðstoð við flutning þess reyni á þá kunnáttu sem ætlast er til að prófmaður hafi tileinkað sér á námskeiði fyrir fyrri hluta próf. Með umsókn skal prófmaður láta fylgja lýsingu sína á dómsmálinu og helstu ágreiningsefnum og rökstyðja að dómsmálið uppfylli skilyrði 1. málsl. þessarar málsgreinar.

8. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 1. og 2. mgr. 16. gr. er orðast svo:

1. mgr.: Dómsmálaráðherra ákveður, að fenginni tillögu prófnefndar, gjald sem þátttakendur skulu greiða fyrir námskeið, próf og verklega prófraun.

2. mgr.: Gjaldið skal ákveðið sérstaklega fyrir hvorn hluta prófraunar, próf skv. 2. mgr. 10. gr. svo og fyrir verklega prófraun og skal gjaldið nema kostnaði við námskeið, próf og stjórnun.

9. gr.

17. gr. orðast svo:

Prófnefnd er heimilt að leita samráðs, við þá háskóla sem kenna lögfræði til embættis- eða meistaraprófs og viðurkenndir eru hér á landi samkvæmt lögum um háskóla, um náms- og prófsefni svo og um tilhögun námskeiða og prófa.

10. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga um lögmenn nr. 77 15. júní 1998, sbr. 5. gr. laga nr. 93/2004, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 23. ágúst 2007.

Björn Bjarnason.

Bryndís Helgadóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica