Fara beint í efnið

Prentað þann 19. apríl 2024

Breytingareglugerð

760/2012

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 570/2012 um kröfur um heilbrigði dýra og manna vegna viðskipta með afurðir innan Evrópska efnahagssvæðisins og innflutning afurða frá ríkjum utan svæðisins.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla, I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010 öðlast eftirfarandi EB-gerð gildi hér á landi:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 445/2004 um breytingu á I. viðauka við tilskipun ráðsins 92/118/EBE að því er varðar dýragarnir, svínafeiti, brædda fitu, kanínukjöt og alivillibráð.

2. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 445/2004 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68 frá 15. desember 2011, bls. 375.

3. gr.

Fyrirsagnir í I. viðauka reglugerðar nr. 570/2012 breytast sem hér segir til samræmis við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 445/2004:

  1. Fyrirsögn I. kafla verður: Dýragarnir (dýraþarmar) sem eru ætlaðar til manneldis.
  2. Fyrirsögn V. kafla verður: Svínafeiti og brædd fita sem ekki eru ætluð til manneldis.
  3. Fyrirsögn VI. kafla verður: Kanínukjöt og kjöt af öldum veiðidýrum sem eru ætluð til manneldis.

4. gr.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.

5. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer skv. XI. kafla laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra, með síðari breytingum og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, lögum nr. 55/1998 um sjávarafurðir, með síðari breytingum, lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra, með síðari breytingum og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 13. september 2012.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.