Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

754/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini, nr. 501 11. ágúst 1997. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Í stað myndar í I. hluta I. viðauka komi:Framhlið ökuskírteinisBakhlið ökuskírteinis


2. gr.

Í stað 1.-6. málsgreina II. hluta í I. viðauka (Framhlið ökuskírteinis) komi sjö málsgreinar:
Í efra vinstra horni er íslenska þjóðernismerkið, ÍS, svart að lit í svörtum sporöskjulaga hring.
Efst fyrir miðju er orðið "ökuskírteini" prentað með svörtum upphafsstöfum.
Í efra hægra horni er orðið "Ísland" prentað með bláum upphafsstöfum.
Fyrir miðju vinstra megin er ljósmynd af skírteinishafa.
Neðst í vinstra horni er mynd af Íslandi í bláum lit.
Í neðra hægra horni er mynd af íslenska skjaldarmerkinu í fánalitum.
Í grunni framhliðarinnar eru orðin EES-gerð og orðið "ökuskírteini" á tungumálum Evrópska efnahagssvæðisins.


4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 52. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, og öðlast gildi 15. október 2001.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 11. október 2001.

F. h. r.
Ólafur W. Stefánsson.
Sandra Baldvinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica