Fjármála- og efnahagsráðuneyti

749/2016

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 633/2003 um próf í verðbréfaviðskiptum, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 1. gr. reglugerðarinnar:

 1. Í stað orðsins "Viðskiptaráðherra" í 1. málsl. 2. mgr. kemur: Ráðherra.
 2. Í stað "1. hluta" í 3. málsl. 2. mgr. kemur: I. hluta
 3. 4. málsl. 2. mgr. orðast svo: Einn nefndarmaður í prófnefnd verðbréfaviðskipta skal til­nefndur af Samtökum fjármálafyrirtækja og einn skal til­nefndur sameiginlega af kaup­höllum og skipulegum verðbréfamörkuðum, sbr. lög um kauphallir.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 3. gr. reglugerðarinnar:

 1. Í stað orðanna "heimasíðu viðskiptaráðuneytisins" í 1. mgr. kemur: vefsíðu ráðuneytisins.
 2. Í stað orðsins "fjármagnsmarkaðinn" í 1. málsl. 2. mgr. kemur: fjármálamarkaðinn.
 3. Í stað orðanna "Fjármagnsmarkaði (Grunnatriðum úr þjóðhagfræði)" í 2. mgr. kemur: Grunnatriðum í þjóðhagfræði.
 4. Í stað orðanna "Lögum og reglum um fjármagnsmarkaðinn" í 2. mgr. kemur: Lögum og reglum á fjármálamarkaði.
 5. Í stað orðanna "Markaðsviðskiptum og viðskiptaháttum" í 2. mgr. kemur: Viðskiptaháttum.
 6. Í stað orðanna "Helstu gerðum verðbréfa og gjaldeyri" í 2. mgr. kemur: Verðbréf, afleiður og gjaldeyrir.
 7. Í stað orðsins "viðskiptaráðherra" í 3. mgr. kemur: ráðherra

3. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 4. gr. reglugerðarinnar:

 1. Á eftir orðunum "eru undanþegnir töku prófa í" í 2. málsl. 2. mgr. kemur: Grunnatriði í fjármálafræði og Grunnatriði í þjóðhagfræði í.
 2. 4. mgr. orðast svo: Þeir sem lokið hafa prófi á Evrópska efnahagssvæðinu sem krafist er í viðkomandi ríki til að vera heimilt að hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við við­skipti með fjármálagerninga þurfa einungis að taka próf í lögum og reglum á fjár­mála­markaði í III. hluta prófs í verðbréfaviðskiptum til þess að fá útgefið skírteini um próf í verðbréfaviðskiptum, sbr. tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og 2. gr. laga um viður­kenn­ingu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi nr. 31/2010.

4. gr.

Orðið "kennara" í 2. málsl. 2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

5. gr.

Í stað orðsins "próflýsingu" í 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar kemur: prófefnislýsingu.

6. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Þrátt fyrir 2. málsl. 2. mgr. 4. gr. skulu þeir sem uppfylla skilyrði málsliðarins og hafa staðist próf, eitt eða fleiri, til verðbréfaviðskiptaprófs, sbr. 2. mgr. 3. gr., fyrir 2. september 2016 undanþegnir frá töku prófs í Greiningu ársreikninga í II. hluta prófs í verðbréfaviðskiptum. Ákvæði 1. mgr. breytir engu um skyldu próftaka til að ljúka öllum prófum innan þriggja ára skv. 4. mgr. 5. gr.

7. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 53. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, öðlast þegar gildi.

Ákvæði 6. gr. fellur úr gildi 24. ágúst 2019.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 1. september 2016.

F. h. r.

Anna Borgþórsdóttir Olsen.

Guðmundur Kári Kárason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica