Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

745/2022

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð um viðmiðunarmörk vegna niðurgreiðslna dreifingarkostnaðar rafmagns í dreifbýli til almennra notenda, nr. 470/2021.

1. gr.

Í stað orðanna "ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra" í 3. málsl. 3. mgr. 1. gr. reglu­gerðarinnar kemur: ráðherra.

 

2. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Dreifiveitur, sem fengið hafa leyfi fyrir sérstakri dreifbýlisgjaldskrá skv. 5. mgr. 17. gr. raforku­laga nr. 65/2003, skulu fyrir 15. febrúar ár hvert senda Orkustofnun upplýsingar um fjölda kWst. sem áætlað er að dreift verði á viðkomandi svæði til almennra notenda á árinu, ásamt tekjum, sundur­liðað í orkugjöld, aflgjöld og föst gjöld. Orkustofnun reiknar út hlutdeild viðkomandi svæðis og hvað dreifbýlisframlagið verður í kr./kWst. fyrir hvora dreifiveitu fyrir sig.

Fyrir 30. hvers mánaðar skulu viðkomandi dreifiveitur senda ráðuneytinu reikninga vegna niður­greiðslu dreifingarkostnaðar rafmagns í dreifbýli til almennra notenda fyrir næstliðinn mánuð. Reikn­ingunum skulu fylgja upplýsingar um fjölda kWst. sem dreift var á viðkomandi svæði í mánuð­inum, ásamt tekjum, sundurliðað í orkugjöld, aflgjöld og föst gjöld. Ráðuneytið yfirfer reikn­inga og greiðir niðurgreiðslu fyrir viðkomandi mánuð innan fimm vikna frá því að reikningur berst frá viðkomandi dreifiveitu.

Fyrir 31. júlí ár hvert skulu viðkomandi dreifiveitur senda Orkustofnun samanburð á áætlunum sínum og rauntölum fyrir fyrri helming ársins, ásamt endurskoðaðri áætlun fyrir seinni helming árs­ins, ef við á. Orkustofnun sendir ráðuneytinu greinargerð um stöðu mála miðað við 1. júlí hvers árs.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. gr. laga um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku, nr. 98/2004, öðlast þegar gildi.

 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 7. júní 2022.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica