Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Breytingareglugerð

745/2022

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð um viðmiðunarmörk vegna niðurgreiðslna dreifingarkostnaðar rafmagns í dreifbýli til almennra notenda, nr. 470/2021.

1. gr.

Í stað orðanna "ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra" í 3. málsl. 3. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur: ráðherra.

2. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Dreifiveitur, sem fengið hafa leyfi fyrir sérstakri dreifbýlisgjaldskrá skv. 5. mgr. 17. gr. raforkulaga nr. 65/2003, skulu fyrir 15. febrúar ár hvert senda Orkustofnun upplýsingar um fjölda kWst. sem áætlað er að dreift verði á viðkomandi svæði til almennra notenda á árinu, ásamt tekjum, sundurliðað í orkugjöld, aflgjöld og föst gjöld. Orkustofnun reiknar út hlutdeild viðkomandi svæðis og hvað dreifbýlisframlagið verður í kr./kWst. fyrir hvora dreifiveitu fyrir sig.

Fyrir 30. hvers mánaðar skulu viðkomandi dreifiveitur senda ráðuneytinu reikninga vegna niðurgreiðslu dreifingarkostnaðar rafmagns í dreifbýli til almennra notenda fyrir næstliðinn mánuð. Reikningunum skulu fylgja upplýsingar um fjölda kWst. sem dreift var á viðkomandi svæði í mánuðinum, ásamt tekjum, sundurliðað í orkugjöld, aflgjöld og föst gjöld. Ráðuneytið yfirfer reikninga og greiðir niðurgreiðslu fyrir viðkomandi mánuð innan fimm vikna frá því að reikningur berst frá viðkomandi dreifiveitu.

Fyrir 31. júlí ár hvert skulu viðkomandi dreifiveitur senda Orkustofnun samanburð á áætlunum sínum og rauntölum fyrir fyrri helming ársins, ásamt endurskoðaðri áætlun fyrir seinni helming ársins, ef við á. Orkustofnun sendir ráðuneytinu greinargerð um stöðu mála miðað við 1. júlí hvers árs.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. gr. laga um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku, nr. 98/2004, öðlast þegar gildi.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 7. júní 2022.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.