Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

744/2011

Reglugerð um notkun og markaðssetningu fóðurs.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í II. kafla, I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 9/2011 frá 1. maí 2011 öðlast eftirfarandi EB-gerð gildi hér á landi:

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 767/2009 um setningu fóðurs á markað og notkun þess, um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003 og um niðurfellingu á tilskipunum ráðsins nr. 79/373/EBE, nr. 80/511/EBE, nr. 82/471/EBE, nr. 83/228/EBE, nr. 93/74/EBE, nr. 93/113/EB og nr. 96/25/EB og á ákvörðun ráðsins nr. 2004/217/EB.

2. gr.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 767/2009 er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

3. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

4. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr. og 9. gr. a - 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.

5. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri:

a) 6., 15., 16., 17., 18. og 19. gr. falla brott.
b) A-, B- og C-liður í 2. viðauka falla brott.
c) A-liður (Almenn ákvæði) og 1. og 2. tl. B-liðar (sérákvæði), í 5. viðauka, falla brott.
d) 6., 7., 8., 9., 10. og 13. viðauki falla brott.
e) Tilvísanir til nr. 79/373/EBE, nr. 80/511/EBE, nr. 82/471/EBE, nr. 83/228/EBE, nr. 93/74/EBE, nr. 93/113/EB og nr. 96/25/EB í 30. gr. falla brott.


6. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin öðlast þegar gildi. 

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 7. júlí 2011. 

F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica