1. gr.
Við 19. gr. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Þegar um er að ræða lífeyrissjóð sem fellur undir 54. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og lífeyrisréttindi miðast við kaupgjald skal þó heimilt að nota 3% vaxtaviðmiðun enda hafi sjóðfélögum verið gefinn kostur á aðild að nýju réttindakerfi fyrir 1. júlí 1998.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða öðlast þegar gildi.
Fjármálaráðuneytinu, 17. desember 1998.
F. h. r.
Magnús Pétursson.
Áslaug Guðjónsdóttir.