1. mgr. 6. gr. orðast svo:
Virðisaukaskattsskyldir aðilar skulu ótilkvaddir gera grein fyrir virðisaukaskatti, sem þeim ber að standa skil á eða þeir eiga rétt á að fá endurgreiddan, á sérstökum virðisaukaskattsskýrslum sem ríkisskattstjóri lætur gera. Ríkisskattstjóri ákveður hvaða upplýsingar skuli gefa á skýrslum þessum. Ríkisskattstjóri getur á grundvelli skriflegrar umsóknar skattaðila heimilað honum að skila skýrslu á rafrænu formi. Ríkisskattstjóri getur bundið slíka heimild við notkun veflykils (sérstaks stafræns auðkennis) er hann lætur skattaðila í té. Ríkisskattstjóri getur afturkallað heimild haldi skattaðili ekki almenna skilmála er ríkisskattstjóri setur um rafræn skil, ef ítrekuð vanhöld verða á skilum, eða ef breytingar verða á forsendum rafrænna skila. Skýrslur til nota fyrir þá sem hafa tveggja mánaða, sex mánaða eða ársuppgjörstímabil skulu vera í formi gíróseðils, eða á rafrænu formi með möguleika á rafrænni sendingu greiðsluupplýsinga til banka eða sparisjóðs.
Við 2. mgr. 6. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Slíkar skýrslur geta verið á rafrænu formi, sbr. 1. mgr.
Við 1. tölul. 1. mgr. 9. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Greiðsla á grundvelli rafrænna greiðslufyrirmæla telst því aðeins innt af hendi á gjalddaga, að greiðslufyrirmælin berist banka eða sparisjóði innan þeirra tímamarka sem viðkomandi banki eða sparisjóður setur fyrir því að greiðsla teljist hafa farið fram á þeim degi.
Við 2. mgr. 9. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Notkun veflykils við rafræn skil skýrslu, sbr. 1. og 2. mgr. 6. gr., jafngildir undirritun skýrslu.
Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 1. mgr. 24. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.