Innanríkisráðuneyti

736/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.

1. gr.

14. gr. breytist þannig:

Síðari málsliður ákvæðis 14.11 (2) orðist þannig:

Massi og dráttarmassi fólksbifreiðar telst innan leyfðra marka ef uppfyllt eru ákvæði EBE-tilskipunar nr. 92/21 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 1230/2012, með síðari breytingum.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr.:

 1. Ákvæði 16.01 (5) orðist þannig:
  Hvergi á aðalmynstri hjólbarða má mynstur þeirra vera undir tilskilinni dýpt. Aðalmynstur merkir grófa mynstrið á miðhluta slitflatarins sem þekur þrjá fjórðu (75%) af breidd hans.
 2. Lokamálsliður ákvæðis 16.10 (6) fellur brott.
 3. Ákvæði 16.11 (1) orðist þannig:
  Á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október skal fólksbifreið búin hjólbörðum með a.m.k. 1,6 mm mynstursdýpt. Á tímabilinu frá og með 1. nóvember til og með 14. apríl skal fólksbifreið búin hjólbörðum með a.m.k. 3,0 mm mynstursdýpt.
 4. Ákvæði 16.12 (1) orðist þannig:
  Á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október skal hópbifreið búin hjólbörðum með a.m.k. 1,6 mm mynstursdýpt. Á tímabilinu frá og með 1. nóvember til og með 14. apríl skal hópbifreið búin hjólbörðum með a.m.k. 3,0 mm mynstursdýpt.
 5. Ákvæði 16.14 (1) orðist þannig:
  Á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október skal vörubifreið búin hjólbörðum með a.m.k. 1,6 mm mynstursdýpt. Á tímabilinu frá og með 1. nóvember til og með 14. apríl skal vörubifreið búin hjólbörðum með a.m.k. 3,0 mm mynstursdýpt.
 6. Lokamálsliður ákvæðis 16.20 (3) fellur brott.
 7. Lokamálsliður ákvæðis 16.50 (3) fellur brott.
 8. Ákvæði 16.51 (1) orðist þannig:
  Á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október skal eftirvagn I sem gerður er fyrir meiri hraða en 30 km/klst, búinn hjólbörðum með a.m.k. 1,6 mm mynstursdýpt. Á tímabilinu frá og með 1. nóvember til og með 14. apríl skal eftirvagn I sem gerður er fyrir meiri hraða en 30 km/klst, búinn hjólbörðum með a.m.k. 3,0 mm mynstursdýpt.
 9. Ákvæði 16.53 (1) orðist þannig:
  Á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október skal eftirvagn III sem gerður er fyrir meiri hraða en 30 km/klst, búinn hjólbörðum með a.m.k. 1,6 mm mynstursdýpt. Á tímabilinu frá og með 1. nóvember til og með 14. apríl skal eftirvagn III sem gerður er fyrir meiri hraða en 30 km/klst, búinn hjólbörðum með a.m.k. 3,0 mm mynstursdýpt.
 10. Ákvæði 16.102 (3) orðist þannig:

Á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október skal bifreið til neyðaraksturs búin hjólbörðum með a.m.k. 2,0 mm mynstursdýpt. Á tímabilinu frá og með 1. nóvember til og með 14. apríl skal bifreið til neyðaraksturs búin hjólbörðum með a.m.k. 4,0 mm mynstursdýpt.

3. gr.

21. gr. breytist þannig:

Ákvæði 21.11 (2) orðist þannig:
Þyngd dráttarbeislis á tengibúnað fólksbifreiðar telst innan marka ef uppfyllt eru ákvæði EBE-tilskipunar nr. 92/21 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 1230/2012, með síðari breytingum.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr.:

 1. Síðari málsliður ákvæðis 22.11 (3) orðist þannig:
  Þyngd og stærð fólksbifreiðar telst innan marka ef uppfyllt eru ákvæði EBE-tilskipunar nr. 92/21 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 1230/2012, með síðari breytingum.
 2. Síðari málsliður ákvæðis 22.12 (7) orðist þannig:
  Þyngd og stærð hópbifreiðar telst innan marka ef uppfyllt eru ákvæði EBE-tilskipunar nr. 97/27 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 1230/2012, með síðari breytingum.
 3. Ákvæði 22.13 (4) orðist þannig:
  Þyngd og stærð sendibifreiðar telst innan marka ef uppfyllt eru ákvæði EBE-tilskipunar nr. 97/27 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 1230/2012, með síðari breytingum.
 4. Síðari málsliður ákvæðis 22.14 (3) orðist þannig:
  Þyngd og stærð vörubifreiðar telst innan marka ef uppfyllt eru ákvæði EBE-tilskipunar nr. 97/27 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 1230/2012, með síðari breytingum.
 5. Ákvæði 22.50 (3) orðist þannig:

  Þyngd og stærð eftirvagns telst innan marka ef uppfyllt eru ákvæði EBE-tilskipunar nr. 97/27 eða EB-reglugerðar nr. 661/2009 og ESB-reglugerðar nr. 1230/2012, með síðari breytingum.

5. gr.

Viðauki III breytist þannig:

Tafla undir fyrirsögninni "bifreiðar og eftirvagnar":

Aftast í töfluna, á eftir tölulið 45zzr, kemur nýr töluliður, 45zzu. Í reitina "Tölul.", "Tilskipun / reglugerð", "Efnisinnihald" og "Reglugerðarákvæði" kemur:

45zzu

1230/2012/ESB

Stærð og þyngd

14.11 (2), 21.11 (2), 22.11 (3), 22.12 (7), 22.13 (4), 22.50 (3)6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauki IV:

Tafla undir fyrirsögninni "bifreiðar og eftirvagnar":

 1. Í tölulið 45zu við tilskipun 692/2008/EB á eftir reglugerð 143/2013/ESB. Í reitina "síðari viðbætur", "Stjórnartíðindi EB" og "EES-birting", kemur:

  195/2013/ESB

  L 65, 8.3.2013

  Birt í EES-viðbæti nr. 23, 10.4. 2014, bls. 327. 2. Í tölulið 45zx við tilskipun 2007/46/EB á eftir reglugerð 143/2013/ESB. Í reitina "síðari viðbætur", "Stjórnartíðindi EB" og "EES-birting", kemur:

  1230/2012/ESB

  L 353, 21.12.2012

  Birt í EES-viðbæti nr. 12, 27.2. 2014, bls. 32.

  195/2013/ESB

  L 65, 8.3.2013

  Birt í EES-viðbæti nr. 23, 10.4. 2014, bls. 327. 3. Aftast í töfluna, á eftir tölulið 45zzr, kemur nýr töluliður, 45zzu. Í reitina "Tölul.", "Tilskipun / reglugerð", "síðari viðbætur", "Stjórnartíðindi EB" og "EES-birting" kemur:

  45zzu

  Stærð og þyngd

  1230/2012/ESB

   

  L 353, 21.12.2012

  Birt í EES-viðbæti nr. 12, 27.2. 2014, bls. 32.   

   7. gr.

  Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 60. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, öðlast þegar gildi, að undanskilinni 2. gr. sem skal taka gildi 1. nóvember 2014.

   

  Innanríkisráðuneytinu, 21. júlí 2014.

  Hanna Birna Kristjánsdóttir.

  Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica